Hoppa yfir valmynd

Erindi frá Páli Haukssyni varðandi umferðamerkiningar og bílastæði við Mýrar.

Málsnúmer 2309046

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. október 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Páli Haukssyni, dags. 13. september 2023. Í erindinu er þess óskað í kjölfar gatnaframkvæmda og framkæmda við ofanflóðavarnir ofan Mýra að þá verði biðskylda við vestari enda götunnar afnumin. Þá er í erindinu lagt til að bannað verði að leggja ökutækjum ofan til við götuna, og ökutækjum verði lagt við gangstétt. Í dag er ökutækjum lagt beggja vegna götunnar sem skv. bréfritara þrengir akstursleiðina og þá myndi það létta á snjómokstri þegar þær aðstæður skapast ef bílar legðu eingöngu öðru megin götunnar.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar bréfritara fyrir góðar ábendingar og vísar málinu áfram til umhverfis- og framkvæmdasviðs sem nú vinnur að endurskoðun á umferðarreglum innan þéttbýlis í Vesturbyggð. Í þeirri vinnu verður hámarkshraði innanbæjar endurskoðaður ásamt því að farið verður yfir staðsetningu og gerð umferðarmerkinga.