Málsnúmer 2309046
11. október 2023 – Skipulags og umhverfisráð
Skipulags- og umhverfisráð þakkar bréfritara fyrir góðar ábendingar og vísar málinu áfram til umhverfis- og framkvæmdasviðs sem nú vinnur að endurskoðun á umferðarreglum innan þéttbýlis í Vesturbyggð. Í þeirri vinnu verður hámarkshraði innanbæjar endurskoðaður ásamt því að farið verður yfir staðsetningu og gerð umferðarmerkinga.