Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #110

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 11. október 2023 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) varamaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) formaður
  • Ólafur Byron Kristjánsson (ÓBK) aðalmaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Almenn erindi

1. Erindi frá Páli Haukssyni varðandi umferðamerkiningar og bílastæði við Mýrar.

Erindi frá Páli Haukssyni, dags. 13. september 2023. Í erindinu er þess óskað í kjölfar gatnaframkvæmda og framkæmda við ofanflóðavarnir ofan Mýra að þá verði biðskylda við vestari enda götunnar afnumin. Þá er í erindinu lagt til að bannað verði að leggja ökutækjum ofan til við götuna, og ökutækjum verði lagt við gangstétt. Í dag er ökutækjum lagt beggja vegna götunnar sem skv. bréfritara þrengir akstursleiðina og þá myndi það létta á snjómokstri þegar þær aðstæður skapast ef bílar legðu eingöngu öðru megin götunnar.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar bréfritara fyrir góðar ábendingar og vísar málinu áfram til umhverfis- og framkvæmdasviðs sem nú vinnur að endurskoðun á umferðarreglum innan þéttbýlis í Vesturbyggð. Í þeirri vinnu verður hámarkshraði innanbæjar endurskoðaður ásamt því að farið verður yfir staðsetningu og gerð umferðarmerkinga.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Þúfneyri. Umsókn um lóð undir spennistöð.

Erindi frá Orkubúi Vestfjarða ohf, dags. 22. september 2023. Í erindinu er óskað eftir lóð undir spennistöð við Þúfneyri í Patreksfirði. Spennistöðin er ætluð til landtengingar fóðurpramma fyrir laxeldi.

Erindinu fylgir mæliblað frá Orkubúi Vestfjarða ohf. er sýnir ósk um staðsetningu.

Skipulags- og umhverfisráð fagnar áformum um landtengingu fóðurpramma í Patreksfirði. Í ljósi þess að Þúfneyri er skilgreind sem útivistarsvæði í aðalskipulagi Vesturbyggðar leggur ráðið til að Orkubúi Vestfjarða ohf. verði úthlutuð lóð á hentugri stað utantil á eyrinni m.t.t. nýtingar á svæðinu. Sjá tillögu ráðsins í fylgiskjölum.

Endanleg staðsetning og lagnaleið skal ákveðin í samráði við sveitarfélagið og þá skal halda raski í lágmarki og vanda frágang eins og kostur er.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Deiliskipulagsbreyting - deiliskipulag hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði

Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði. Tillagan felur í sér skilgreiningu á fjórum íbúðarlóðum við Þórsgötu neðan við Mýrar á svæði sem skilgreint er sem ÍB1 í gildandi Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að í skilmálum verði texta breytt á þá leið að einnig verði heimilt að byggja einbýlishús á lóðunum.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan fái málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Vesturbotn - deiliskipulag

Tekið fyrir eftir auglýsingu deiliskipulag fyrir Vesturbotn. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 21. september 2023. Engar athugasemdir bárust frá íbúum á auglýsingatíma en umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands og Skógræktinni. Fyrir liggja leiðrétt skipulagsgögn m.t.t. umsagna ásamt samantekt umsagna og viðbragða við þeim.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Til samráðs - drög að hvítbók um skipulagsmál og umhverfismatsskýrsla

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá innviðaráðuneytinu dags. 21. september sl. þar sem óskað er eftir umsögn um drög að hvítbók um skipulagsmál og umhverfismatsskýrsla.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25