Hoppa yfir valmynd

Til samráðs - Uppbygging og umgjörð lagareldis -Stefna til ársins 2040

Málsnúmer 2310006

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. október 2023 – Bæjarráð

Lagður fram tölvupóstur frá Matvælaráðuneytinu dags. 4. október sl. með ósk um umsögn á Uppbyggingu á umgjörð lagareldis - Stefna til ársins 2040

Bæjarráð Vesturbyggðar fagnar framkomnum drögum að nýrri stefnumótun lagareldis. Markmið stefnumótunarinnar eru í takt við vilja sveitarstjórnarfulltrúa á Vestfjörðum sem hafa kallað eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda um árabil. Bæjarráð Vesturbyggðar fagnar því að fjölga eigi störfum til rannsókna á áhrifum fiskeldis á lífríkið og til miðlunar fræðslu um umhverfisleg, efnahagsleg og samfélagsleg áhrif sjókvíaeldis á Íslandi og leggur áherslu á að opinber störf er tengjast þjónustu og eftirliti með sjókvíaeldi skuli vera þar sem starfsemin fer fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skila inn umsögn vegna frumvarpsins.