Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #970

Fundur haldinn í fjarfundi, 10. október 2023 og hófst hann kl. 12:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu

Sigríður Kristjánsdóttir mætti til fundarins og fór yfir helstu verkefni sem unnin eru í samstarfi sveitarfélaga á Vestfjörðum í gegnum Vestfjarðastofu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fjárhagsáætlun 2024 - 2027

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir vinnu við fjárhagsáætlun 2024-2027. Lögð fram til kynningar drög að útkomuspá 2023 fyrir rekstur samstæðunnar.

Bæjarráð samþykkir að vinna við fjárhagsáætlun 2024 - 2027 muni að hluta til fara fram á vinnufundum þar sem allir bæjarfulltrúar verða boðaðir. Greitt verður fyrir fundina með sama hætti og nefndarfundi.

Málsnúmer11

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Fjárhagsáætlun 2023 - viðaukar

Lagður fyrir til afgreiðslu, viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2023. Viðaukinn er lagður fyrir vegna breytinga á fjárfestingum ársins 2023, bæði þar sem vantar auknar heimildir og eins vegna verkefna sem áætlað var að fara í á árinu en mun ekki nást og verður að mestu gert ráð fyrir þeim í fjárhagsáætlun 2024. Fjárfestingar í eignasjóði eru hækkaðar um 39,2 m.kr., fjárfestingar í vatnsveitu eru lækkaðar um 18 m.kr., fjárfestingar í fráveitu eru lækkaðar um 6,5 m.kr. og fjárfestingar í Fasteignum Vesturbyggðar eru lækkaðar um 1,4 milljónir króna. Handbært fé er lækkað um 13,3 m.kr. Viðauki 4 hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu í A, né A og B hluta en handbært fé í A hluta lækkar um 39,2 m.kr og verður 9,8 m.kr. Handbært fé í A og B hluta lækkar um 13,9 m.kr. og verður 54 m.kr.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Málsnúmer10

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Þjónustustefna í byggðum og byggðalögun sveitarfélaga

Lagður fram tölvupóstur frá Innviðaráðuneytinu dags. 29. september sl. sem sendur var á öll sveitarfélög varðandi þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga.

Erindinu vísað áfram til vinnu við fjárhagsáætlun 2024 - 2027.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Til samráðs - Uppbygging og umgjörð lagareldis -Stefna til ársins 2040

Lagður fram tölvupóstur frá Matvælaráðuneytinu dags. 4. október sl. með ósk um umsögn á Uppbyggingu á umgjörð lagareldis - Stefna til ársins 2040

Bæjarráð Vesturbyggðar fagnar framkomnum drögum að nýrri stefnumótun lagareldis. Markmið stefnumótunarinnar eru í takt við vilja sveitarstjórnarfulltrúa á Vestfjörðum sem hafa kallað eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda um árabil. Bæjarráð Vesturbyggðar fagnar því að fjölga eigi störfum til rannsókna á áhrifum fiskeldis á lífríkið og til miðlunar fræðslu um umhverfisleg, efnahagsleg og samfélagsleg áhrif sjókvíaeldis á Íslandi og leggur áherslu á að opinber störf er tengjast þjónustu og eftirliti með sjókvíaeldi skuli vera þar sem starfsemin fer fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skila inn umsögn vegna frumvarpsins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

6. Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti

Lagður fram tölvupóstur frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu dags. 26. september síðastliðinn með bréfi til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Til samráðs - Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld

Lagður fram tölvupóstur frá Fjármála- og efnahagsráðuneyti dagsettur 25.september sl. þar sem óskað er umsagnar um áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Til samráðs - Breytingar á lögum um skipulag haf- og strandsvæða nr. 88-2018

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Innviðaráðuneytinu dags. 3. október sl. þar sem óskað er umsagnar um breytingu á lögum um skipulag haf- og strandsvæða nr. 88-2018

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Til samráðs - Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum nr. 80-2002 og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40-1991 (reglugerðarheimildir).

Lagður fram tölvupóstur frá mennta- og barnamálaráðuneyti dagsettur 2.október sl. þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum nr. 80/2002 og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 (reglugerðarheimildir).

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Til samráðs - Drög að reglum um ráðgefandi nefndir er meta hæfi umsækjenda um störf forstöðumanna

Lagður fram tölvupóstur frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu dags. 2. október sl. með ósk um umsögn um drög að reglum um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um störf forstöðumanna.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Formlegar sameiningarviðræður milli Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 10., 11. og 12. fundar samstarfsnefndar vegna sameiningaviðræna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar.

Málsnúmer9

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2023

Lögð fram til kynningar 217. fundargerð Breiðafjarðarnefndar sem haldinn var 28. og 29 ágúst sl.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu 2023

Lagðar fyrir til kynningar fundargerðir 52, 53 og 54 stjórnarfundar stjórnar Vestfjarðastofu ásamt fundargerð ársfundar Vestfjarðastofu.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

Lögð fram til kynnningar 934. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer13

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Aski

Lagður fram tölvupóstur fá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun dags. 3.október sl. þar sem auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Aski. Umsóknarfrestur er til og með 31. október.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Mál nr. 182 um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árið 2024-2038 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2028

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 29. september sl. með beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


17. Mál nr. 171 um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda nr 118-2016 ( lántökuskilyrði vegna íbúðafjárfestinga).

Langur fram til kynningar tölvupóstur Efnahags-og viðskiptanefndar Alþingis dags. 29. september sl. með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016 (lántökuskilyrði vegna íbúðafjárfestinga).

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:45