Hoppa yfir valmynd

Þáttaka og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs 2024

Málsnúmer 2310043

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

25. október 2023 – Bæjarráð

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 19. október sl . með samantekt um kostnaðarþáttöku fyrir samstarf sveitarfélaga um stafræna þróun og umbreytingu.

Á 912. fundi bæjarráðs sem haldinn var 6. janúar 2021 samþykkti bæjarráð að taka þátt í samstarfi sveitarfélaga um stafræna umbreytingu, samkvæmt erindinu eru sameiginleg þróunarverkefni ársins 2024 fjölbreytt og mörg og telur bæjarráð mikilvægt að vinna þau þvert á öll sveitarfélög í samstarfi við ríki. Áætlaður kostnaður Vesturbyggðar til þátttöku í verkefninu á árinu 2024 eru 532.517 kr.

Bæjarráð samþykkir áframhaldandi þátttöku í verkefninu og vísar erindinu áfram til vinnu við fjárhagsátlun 2024 - 2027.