Fundur haldinn í fjarfundi, 25. október 2023 og hófst hann kl. 08:15
Nefndarmenn
- Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun 2024 - 2027
Lögð fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun 2024 - 2027.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs í samráði við aukið bæjarráð að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2024 - 2027.
2. Álagningarhlutfall útsvars 2024
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að útsvarshlutfall fyrir 2024 haldist óbreytt frá fyrra ári í 14,74%
3. Tilnefning í fulltrúaráð og framkvæmdaráð
Lagt er fram bréf bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, dags. 11. október 2023, vegna tilnefningar í fulltrúaráð og framkvæmdaráð Velferðarþjónustu á Vestfjörðum.
Bæjarráð Vesturbyggðar tilnefnir Svanhvíti Sjöfn Skjaldardóttur og Guðrúnu Eggertsdóttur í fulltrúaráð sérhæfðrar Velferðarþjónustu á Vestfjörðum.
Bæjarráð tilnefnir Þórdísi Sif Sigurðardóttur í framkvæmdaráð sérhæfðrar Velferðarþjónustu á Vestfjörðum.
4. Tilnefning í framkvæmdaráð Earth Check og vinnuhóp um gerð svæðisáætlunar um úrgang
Lagður er fram tölvupóstur Hjörleifs Finnsonar, verkefnastjóra hjá Vestfjarðastofu, dags. 11. október 2023, ásamt minnisblaði um næstu skref í Earth Check, dags. 11. október 2023 og minnisblaði um svæðisáætlun um úrgangsmal á Vestfjörðum, dags. í september 2023.
Óskað er eftir tilnefningu í framkvæmdaráð Earth Check og vinnuhóp um gerð svæðisáætlunar um úrgang.
Bæjarráð Vesturbyggðar tilnefnir Nönnu Lilju Sveinbjörnsdóttur og Magnús Árnasontil til að sitja í framkvæmdaráði Earth Check og vinnuhópi um gerð svæðisáætlunar um úrgang.
5. Mál nr. 315 um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2028.
Lagður fram tölvupóstur frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis dags. 12. október sl.með beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2028.
Vesturbyggð sendi umsögn í samráðsgátt stjórnvalda um tillögu innviðaráðherra til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2038. en umsagnarfresturinn rann út í lok júlí 2023.
Umsögnin var ítarleg og kaflaskipt. Í kafla 4.0 var farið yfir athugasemdir við jarðgangnaáætlun í 10 liðum þar sem eru gerðar voru alvarlegar athugasemdir við forgangsröðun jarðgangakosta og þá sérsaklega þær forsendur sem Vegagerðin setti fram í tillögu sinni að forgangsröðun og birti á heimasíðu stofnunarinnar í júní 2023. Vesturbyggð krafðist þess að umfjöllun Vegagerðarinnar um Suðurfjarðagöng yrði lagfærð, enda vantaði að tilgreina þar mikilvægar forsendur og staðreyndir sem m.a. voru settar fram um aðra jarðgangakosti og komu fram í forgangsröðun Vegagerðarinnar en var eð öllu sleppt í umfjöllun um Suðurfjarðagöng
Bæjarráð felur bæjastjóra að senda umsögn Vesturbyggðar um samgönguáætlun 2024 - 2038 inn í Samráðsgátt og óska eftir fundi með forsvarsfólki Vegagerðarinnar og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
6. Beiðni um útkomuspá 2023 og fjárhagsáætlun 2024
Lagður fram tölvupóstur frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem óskað er eftir útkomuspá 2023 og drögum að fjárhagsáætlun 2024.
Sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að senda umbeðin göng til eftirlitsnefndarinnar.
7. Ísland ljóstengt - Látrabjarg
Farið yfir stöðu á verkefninu, lagt til að halda gjaldinu óbreyttu frá því sem verið hefur.
Á 963. fundi bæjarráðs var ákveðið að tengja gjaldið við byggingarvísitölu og hækka miðað við það. Við nánari skoðun er hækkunin það mikil að það mun verða til þess að eigendur fasteigna munu ekki óska eftir tengingu sem mun verða til þess að verkefnið verður mjög óhagkvæmt.
Bæjarráð samþykkir að halda gjaldinu óbreyttu.
8. Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna ársreiknings 2022
Lagður fram tölvupóstur frá Eftirlitsnefnd með fjármálun sveitarfélaga dags. 13. október sl.vegna ársreiknings 2022
Í bréfinu vekur EFS athygli á því að samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2022 uppfyllir sveitarfélagið ekki öll lágmarksviðmið nefndarinnar í A- hluta. Vesturbyggð uppfyllir öll lágmarksviðmið fyrir A- og B-hluta en fyrir A-hluta er rekstrarniðurstaða neikvæð. Jafnframt ætti framlegð sem hlutfall af tekjum að vera 11% fyrir A-hluta miðað við 107% skuldahlutfall. Framlegðin samkvæmt ársreikningi 2022 er 7% sem er fyrir neðan lágmarksviðmið nefndarinnar. Aftur á móti er veltufé frá rekstri fyrir ofan lágmarksviðmið í bæði A-hluta og A - og B-hluta.
Bæjarráð bendir á að sveitarfélagið uppfyllir öll fjárhagsleg skilyrði sveitarstjórnarlaganna. Bréfið er almennt bréf sem sent var til allra sveitarfélaga sem uppfylltu ekki einhver af þeim lágmarksviðmiðum sem EFS hefur sett sér. Ekki er óskað eftir viðbrögðum við bréfinu.
9. Þáttaka og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs 2024
Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 19. október sl . með samantekt um kostnaðarþáttöku fyrir samstarf sveitarfélaga um stafræna þróun og umbreytingu.
Á 912. fundi bæjarráðs sem haldinn var 6. janúar 2021 samþykkti bæjarráð að taka þátt í samstarfi sveitarfélaga um stafræna umbreytingu, samkvæmt erindinu eru sameiginleg þróunarverkefni ársins 2024 fjölbreytt og mörg og telur bæjarráð mikilvægt að vinna þau þvert á öll sveitarfélög í samstarfi við ríki. Áætlaður kostnaður Vesturbyggðar til þátttöku í verkefninu á árinu 2024 eru 532.517 kr.
Bæjarráð samþykkir áframhaldandi þátttöku í verkefninu og vísar erindinu áfram til vinnu við fjárhagsátlun 2024 - 2027.
10. Bíldudalsskóli - húsnæði
Lagt fyrir minnisblað dags. 23 október vegna fjárfestingaráætlunar í tenglsum við húsnæðismál Bíldudalsskóla.
Í minnisblaði er farið yfir þá tvo valkosti sem eru til staðar varðandi framtíðarskipulag Bíldudalsskóla a) Byggt verði nýtt húsnæði fyrir skólann eða B) Viðgerðir á Bíldudalsskóla við Dalbraut 2 og breytingar á húsnæðinu til að það uppfylli nútíma kennsluhætti
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að tillögu að nýbyggingu fyrir leik- og grunnskóla á Bíldudal (tillögu a) og gera tillögu að starfshóp sem vinna mun að endanlegri útfærslu. Fjármögnun vísað áfram til vinnu við fjárhagsáætlun 2024 - 2027.
11. Menntastefna Vestfjarða
Kynnt eru drög að menntastefnu Vestfjarða, sem bárust með tölvupósti Sigríðar Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu 13. október 2024. Óskað er eftir að ábendingar, viðbætur og hugmyndir til að vinna með menntastefnuna verði sendar framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu fyrir föstudaginn 10. nóvember n.k. Þegar búið verður að taka tillit til athugasemda verður lokaeintak menntastefnunnar send sveitarfélögunum til umsagnar. Óskað er eftir því að fræðslu- og æskulýðsráð og bæjarráð geri athugasemdir, ef einhverjar eru við drögin að menntastefnunni.
Bæjarráð vísar erindinu áframt til afgreiðslu hjá fræðslu- og æskulýsðsráði Vesturbyggðar.
Til kynningar
12. Til samráðs - Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands nr. 79-1997
Lagður fram tölvupóstur frá matvælaráðuneytinu dags. 11. október sl. þar sem óskað er umsagnar um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands nr. 79-1997
13. Til samráðs - Drög að breytingnu á reglugerð nr. 580-2012 um framleiðslu og markaðssetningu aðila undir smáræðismörkum á matvælum og afhendingu frumframleiðenda á litli magni beint til neytenda.
Lagður fram tölvupóstur frá matvælaráðumeytinu dags. 12. október sl. með ósk um umsögn um drög að breytingu á reglugerð nr. 580-2012 um framleiðslu og markaðssetningu aðila undir smáræðismörkum á matvælum og afhendingu frumframleiðenda á litlu magni beint til neytenda.
14. Til samráðs - Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40-2007 (fjarheilbrigðisþjónusta).
Lagður fram tölvupóstur frá heilbrigðisráðuneytinu dags. 12. október sl. með ósk um umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007 (fjarheilbrigðisþjónusta)
15. Til samráðs - Mál nr. 196-2023 slit ógjaldfærra opinberra aðila
Lagður fram tölvupóstur frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu dags. 12. október sl. með ósk um umsögn um slit ógjaldfærra opinberra aðila.
16. Mál nr. 314 um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi.
Lagður fram tölvupóstur frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis dags. 18. október sl.með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi.
17. Til samráðs - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lögheimili og aðsetur, lögum um mannvirki og lögum um brunavarnir.
Lagður fram tölvupóstur frá innviðaráðuneytingu dags. 20. október sl. með ósk um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um lögheimili og aðsetur, lögum um mannvirki og lögum um brunavarnir.
18. Mál nr. 238 um frumvarp til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
Lagður fram til kynningar tölvupóstur allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis dags. 10. október sl. með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu.
19. Barnaþing 2023
Lagður fram tölvupóstur dags. 10. október sl. frá umboðsmanni barna varðandi barnaþing 2023
20. Fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu 2023
Lagðar fram til kynningar 52. 53. og 54 fundargerð stjórnar Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga ásamt fundargerð ársfundar Vestfjarðastofu.
21. Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 2023
Lagt fram til kynningar bréf dags. 03. október sl. frá innviðaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á degi um fórnarlömb umferðaslysa.
22. Ágóðahlutagreiðsla 2023
Lögð fram til kynningar bréf frá EBÍ dags 13. október 2023 þar sem fram kemur ágóðahlutdeildargreiðslu 2023 til Vesturbyggðar. Hlutdeild Vesturbyggðar er 725.500,-
23. 68. fjórðungsþing Vestfirðinga að hausti
Þinggerð 68. fjórðungsþing að hausti sem haldið var 5.-6. október 2023 er lögð fram til kynningar ásamt ályktunum fjórðungsþings.
24. Hjúkrunarrými á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Patreksfirði
Lagðar eru fram til kynningar fundargerðir verkkaupafunda vegna hjúkrunarrýma á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Patreksfirði. Fundirnir voru haldnir 5. og 13. október 2023.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:05