Hoppa yfir valmynd

Hjallur v. Fjósadal. ósk um lóðarleigusamning og skráningu.

Málsnúmer 2311023

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

7. desember 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Sóley G. Karlsdóttur, dags. 7. nóvember. Í erindinu er óskað eftir lóðarleigusamningi undir harðfiskhjall við Fjósadal, Patreksfirði. Hjallurinn hefur staðið um árabil og er óskráður og er óskað eftir skráningu á hjallinum í fasteignaskrá.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. Stærð lóðar skal vera sú sama og grunnflötur húss. Skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.




13. desember 2023 – Bæjarstjórn

Erindi frá Sóley G. Karlsdóttur, dags. 7. nóvember. Í erindinu er óskað eftir lóðarleigusamningi undir harðfiskhjall við Fjósadal, Patreksfirði. Hjallurinn hefur staðið um árabil og er óskráður og er óskað eftir skráningu á hjallinum í fasteignaskrá.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 112. fundi sínum að erindið yrði samþykkt. Stærð lóðar skal vera sú sama og grunnflötur húss. Skipulags- og umhverfisráð fól byggingarfulltrúa að vinna málið áfram

Til máls tók: Forseti.

Bæjarstjórn samþykkir gerð lóðarleigusamnings og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram. Stærð lóðar skal vera sú sama og grunnflötur húss.

Samþykkt samhljóða.