Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #112

Fundur haldinn í fjarfundi, 7. desember 2023 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) varamaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) formaður
  • Ólafur Byron Kristjánsson (ÓBK) aðalmaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Almenn erindi

1. Brjánslækur. Ósk um heimild til niðurrifs á matshl. 17.

Erindi frá Jóhanni Pétri Ágústssyni og Halldóru Ingibjörgu Ragnarsdóttur Brjánslæk, dags. 28. nóvember 2023. Í erindinu er sótt um heimild til niðurrifs á Hjalli í Landi Brjánslækjar 2, L139790, matshluta 17. Erindinu fylgir samþykki Ríkiseigna fyrir niðurrifunum.Jóhann Pétur Ágústsson vék af fundi.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Jóhann Pétur Ágústsson kom aftur inn á fundinn.

    Málsnúmer 2311075

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Umsagnarbeiði vegna Mjólkárvirkjunar. Stækkun virkjunar og afhending grænnar orku.

    Tekið fyrir umsagnarbeiðni Ísafjarðarbæjar, dagsett 14.nóvember 2023. Í erindinu er óskað umsagnar um breytingu á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar sem og breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.

    Aðalskipulagsbreytingin er þríþætt, stækkun Mjólkárvirkjunar, afhending grænnar orku og ný bryggja. Markmið deiliskipulagsins er að heimila aukna nýtingu vatnsafls á vatnasviði Mjólkár og þar með auka raforkuframleiðslu Mjólkárvirkjunar og bæta afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum og að skapa aðstöðu fyrir afgreiðslu á endurnýjanlegu eldsneyti við Mjólkárvirkjun. Nýtt hafnarsvæði Ísafjarðarbæjar K8 við Borgarfjörð er utan deiliskipulags Mjólkárvirkjunar.Ólafur Byron Kristjánsson vék af fundi.

    Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytingarnar.

    Ólafur Byron Kristjánsson kom aftur inn á fundinn.

      Málsnúmer 2301046 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Erindi varðandi heimreið að Arnórsstöðum

      Erindi frá Ísaki Janssyni, dagsett 21.11.2023. Í erindinu er óskað eftir formlegu samþykki Vesturbyggðar að heimreið að íbúðarhúsi sé í samræmi við Aðalskipulag Vesturbyggðar 2018-2035.

      Heimreiðar að lögbýlum og íbúðarhúsum í dreifbýli í Vesturbyggð eru ekki sýndar á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035. Í Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 eru á sveitarfélagsuppdrætti einungis sýndir stofn- og tengivegir.

      Skipulags- og umhverfisráð staðfestir að heimreiðin liggur að íbúðarhúsinu að Arnórsstöðum, L229206, F2507610 þar sem heilsársbúseta er og byggð í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins.

        Málsnúmer 2311062

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Hjallur v. Fjósadal. ósk um lóðarleigusamning og skráningu.

        Erindi frá Sóley G. Karlsdóttur, dags. 7. nóvember. Í erindinu er óskað eftir lóðarleigusamningi undir harðfiskhjall við Fjósadal, Patreksfirði. Hjallurinn hefur staðið um árabil og er óskráður og er óskað eftir skráningu á hjallinum í fasteignaskrá.

        Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. Stærð lóðar skal vera sú sama og grunnflötur húss. Skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

          Málsnúmer 2311023 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Þúfneyri - vegna áforma um uppbyggingu.

          Erindi frá Úlfari B. Thoroddsen, dags. 19. nóvember. Í erindinu eru gerðar athugasemdir við fyrirhugaða staðsetningu spennistöðvar Orkubús Vestfjarða vegna landtengingar fóðurpramma Arnarlax á Þúfneyri, Patreksfirði.
          Lagt er til í erindinu að stöðin verði felld snoturlega að landslaginu austarlega á eyrinni við brekkuræturnar við slóðann sem liggur niður á eyrina, jafnframt eigi að gera bílastæði, aðstöðu fyrir sjóbaðsfólk og aðra og endurbyggja vegarslóðann, allt í einni heild. Þetta eigi að vera sameiginlegt viðfangsefni Orkubús, Arnarlax og Vesturbyggðar.

          Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir erindið og áhuga bréfritara á bættu umhverfi Vesturbyggðar. Skipulags- og umhverfisráð tekur undir með bréfritara, gaman væri að sjá svæðið byggt upp til útivistar. Skipulags- og umhverfisráð vísar erindinu áfram til bæjarráðs og leggur til að tekið verði upp samtal við Arnarlax og Orkubú Vestfjarða varðandi uppbyggingu á Þúfneyri.

            Málsnúmer 2311054 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Langholt. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir veglagningu.

            Tekin fyrir umsókn Vesturbyggðar um framkvæmdaleyfi fyrir veglagningu við Langholt, Krossholt, dagsett 30. nóvember 2023. Veglagning er í samræmi við samþykkta breytingu á deiliskipulagi fyrir Langholt og Krossholt sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu aðkomuvegar.

            Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

              Málsnúmer 2312006 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Deiliskipulagsbreyting - deiliskipulag hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði

              Tekið fyrir eftir auglýsingu breyting á deiliskipulagi hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði. Breytingin fjallar um skilgreiningu á fjórum nýjum íbúðarlóðum við Þórsgötu ofan hafnarinnar. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 20. nóvember 2023. Engar athugasemdir bárust frá íbúum en umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni Strandveiðifélaginu Krók og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða.

              Skipulags- og umhverfisráð leggur til við Hafna- og atvinnumálaráð að skipulagsfulltrúa verði falið að vinna málið áfram í samræmi við umsögn Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða sem fór fram á hljóðvistar-mælingu fyrir fyrirhugaðar íbúðarlóðir.

                Málsnúmer 2304027 7

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Krossholt iðnaðarhús. Ósk um endurnýjun á lóðarleigusamning.

                Erindi frá Jakobi Pálssyni, dags. 5. desember 2023. Í erindinu er óskað eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Krossholt - iðnaðarhús, L139837. Núverandi samningur er útrunninn.

                Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að endurnýjun samningsins verði samþykkt. Lóðin skal vera í samræmi við deiliskipulag svæðisins, u.þ.b. 1100 m2.

                  Málsnúmer 2312011 4

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Til kynningar

                  9. Stjórnunar - og verndaráætlun fyrir náttúruvættið Dynjanda

                  Lagt fram bréf frá Umhverfisstofun, dags. 9. nóvember 2023, í bréfinu er upplýst um endurskoðun stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir náttúruvættið Dynjanda. Einnig er lögð fram samráðsáætlun.

                  Gert er ráð fyrir að formlegt kynningarferli endurskoðunarinnar hefjist í janúar 2024 og að lokaútgáfa stjórnunar og verndaráætlunar verði tilbúin fyrir árslok 2024.

                  Lagt fram til kynningar

                    Málsnúmer 2311035

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:35