Hoppa yfir valmynd

Fundargerð nr. 458 stjórnar Hafnasambands Íslands

Málsnúmer 2311059

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

8. desember 2023 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lögð fram fundargerð 458. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands til kynningar.

Í 2. fundarlið 458. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands lýsir stjórn Hafnasambands Íslands yfir þungum áhyggjum vegna niðurstöðu dóms, Héraðsdóms Vestfjaða í máli gegn Arnarlaxi sem féll á dögunum. Hafnasambandið telur það alveg skýrt að heimildin til innheimtu aflagjalda af eldisfiski sé nú þegar til staðar en undanfarin ár hafa eldisfyrirtæki þó haldið öðru fram.

Hafna- og atvinnumálaráð fagnar afstöðu stjórnar Hafnasambands Íslands og ítrekar að hafnasjóður gerir ekki greinamun á því hvaðan fiskurinn kemur sem fer um höfnina, það skiptir ekki máli í þjónustu hafnarinnar hvort að fiskafurðirnar séu lax, þorskur eða aðrar tegundir eða hvort þær séu úr eldi eða fiskiskipi, sama aðstaða þarf að vera til staðar í landi.