Hoppa yfir valmynd

Erindi varðandi heimreið að Arnórsstöðum

Málsnúmer 2311062

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

7. desember 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Ísaki Janssyni, dagsett 21.11.2023. Í erindinu er óskað eftir formlegu samþykki Vesturbyggðar að heimreið að íbúðarhúsi sé í samræmi við Aðalskipulag Vesturbyggðar 2018-2035.

Heimreiðar að lögbýlum og íbúðarhúsum í dreifbýli í Vesturbyggð eru ekki sýndar á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035. Í Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 eru á sveitarfélagsuppdrætti einungis sýndir stofn- og tengivegir.

Skipulags- og umhverfisráð staðfestir að heimreiðin liggur að íbúðarhúsinu að Arnórsstöðum, L229206, F2507610 þar sem heilsársbúseta er og byggð í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins.