Hoppa yfir valmynd

Úthlutun byggðakvóta 2023-2024

Málsnúmer 2312003

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

8. desember 2023 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fram bréf matvælaráðuneytisins dags. 1. desember 2023 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024.

Formaður leggur til að sérreglur varðandi úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í Vesturbyggð verði óbreyttar frá síðasta fiskveiðiári á fiskveiðiárinu 2023/2024.

Tillaga formanns er samþykkt samhljóða.

Hafna- og atvinnumálaráð felur bæjarstjóra að ljúka málinu.




13. desember 2023 – Bæjarstjórn

Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir og Jón Árnason viku af fundi undir þessum lið og við stjórn fundarins tók varforseti Friðbjörn Steinar Ottósson.

Lagt fram bréf matvælaráðuneytisins dags. 1. desember 2023 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024.

Á 55. fundi hafna- og atvinnumálaráðs lagði formaður til að sérreglur varðandi úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í Vesturbyggð verði óbreyttar frá síðasta fiskveiðiári á fiskveiðiárinu 2023/2024.

Tillaga formanns var samþykkt samhljóða.

Lagðar eru til eftirfarandi sérreglur varðandi úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í Vesturbyggð:

a)Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega, af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2020 til 31. ágúst 2021.

b)Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

c)Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2021 til 31. ágúst 2022.

Varaforseti leggur til að tillaga hafna- og atvinnumálaráðs verði staðfest.

Til máls tók: varaforseti.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir samhljóða ofangreindar sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta í Vesturbyggð fiskveiðiárið 2022/2023.

Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir og Jón Árnason komu aftur inná fundinn og forseti tók aftur við stjórn fundarins.