Hoppa yfir valmynd

Styrkumsóknir til menningar- og ferðamálaráðs 2024

Málsnúmer 2401019

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

8. febrúar 2024 – Menningar- og ferðamálaráð

Lagðar voru fyrir styrkbeiðnir sem bárust ráðinu í fyrstu úthlutun ársins 2024. Alls bárust sjö umsóknir.

1. Slysavarnadeildin Gyða sækir um styrk vegna kaupa á hljóðnemum. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

2. Fjólubláa húfan ehf. sækir um styrk vegna útgáfu sófaborðsbókar um Vestfirði. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð telur umsóknina ekki falla að áherslum nefndarinnar og hafnar umsókninni.

3. Kvenfélagið Sif sækir um styrk vegna þorrablóts á Patreksfirði sem haldið var þann 27. janúar sl. Sótt er um styrk sem nemur niðurfellingu leigu á félagsheimili Patreksfjarðar.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrk að upphæð 150 þúsund krónur í samræmi við reglur sjóðsins.

4. Lilja Sigurðardóttir sækir um styrk vegna árshátíðar fyrirtækjanna sem haldin verður þann 9. mars n.k. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð telur umsóknina ekki falla að áherslum nefndarinnar og hafnar umsókninni.

5. Slysavarnadeildin Unnur sækir um styrk vegna 90 ára afmælis deildarinnar sem haldið verður upp á þann 24. febrúar n.k. Sótt er um styrk sem nemur niðurfellingu leigu á félagsheimili Patreksfjarðar.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

6. Kristín Mjöll Jakobsdóttir sækir um styrk vegna tónleikaferðar blásaraoktettsins Hnúkaþeys í Vesturbyggð. Sótt er um 200 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrk að upphæð 150 þúsund krónur í samræmi við reglur sjóðsins.

7. Andrew J. Yang sækir um styrk vegna Alþjóðlegu píanóhátíðarinnar á Vestfjörðum sem haldin verður í ágúst næstkomandi. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.