Hoppa yfir valmynd

Menningar- og ferðamálaráð #32

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 8. febrúar 2024 og hófst hann kl. 09:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
  • Steinunn Sigmundsdóttir (SS) aðalmaður
Starfsmenn
  • Valgerður María Þorsteinsdóttir (VMÞ) menningar- og ferðamálafulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Valgerður María Þorsteinsdóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi

Hlynur Freyr Halldórsson boðaði forföll, ekki tókst að boða varamann í hans stað.

Almenn mál

1. Styrkumsóknir til menningar- og ferðamálaráðs 2024

Lagðar voru fyrir styrkbeiðnir sem bárust ráðinu í fyrstu úthlutun ársins 2024. Alls bárust sjö umsóknir.

1. Slysavarnadeildin Gyða sækir um styrk vegna kaupa á hljóðnemum. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

2. Fjólubláa húfan ehf. sækir um styrk vegna útgáfu sófaborðsbókar um Vestfirði. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð telur umsóknina ekki falla að áherslum nefndarinnar og hafnar umsókninni.

3. Kvenfélagið Sif sækir um styrk vegna þorrablóts á Patreksfirði sem haldið var þann 27. janúar sl. Sótt er um styrk sem nemur niðurfellingu leigu á félagsheimili Patreksfjarðar.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrk að upphæð 150 þúsund krónur í samræmi við reglur sjóðsins.

4. Lilja Sigurðardóttir sækir um styrk vegna árshátíðar fyrirtækjanna sem haldin verður þann 9. mars n.k. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð telur umsóknina ekki falla að áherslum nefndarinnar og hafnar umsókninni.

5. Slysavarnadeildin Unnur sækir um styrk vegna 90 ára afmælis deildarinnar sem haldið verður upp á þann 24. febrúar n.k. Sótt er um styrk sem nemur niðurfellingu leigu á félagsheimili Patreksfjarðar.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

6. Kristín Mjöll Jakobsdóttir sækir um styrk vegna tónleikaferðar blásaraoktettsins Hnúkaþeys í Vesturbyggð. Sótt er um 200 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrk að upphæð 150 þúsund krónur í samræmi við reglur sjóðsins.

7. Andrew J. Yang sækir um styrk vegna Alþjóðlegu píanóhátíðarinnar á Vestfjörðum sem haldin verður í ágúst næstkomandi. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Tjaldsvæði Vesturbyggðar 2024

Rætt var um mögulegt fyrirkomulag reksturs tjaldsvæða Vesturbyggðar sumarið 2024.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

3. Styrkumsóknir til menningar- og ferðamálaráðs 2023

Samantekt menningar- og ferðamálafulltrúa á styrkumsóknum sem bárust ráðinu og veittum styrkjum árið 2023 lögð fram til kynningar.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Endurnýjun samstarfssamnings vegna sjómannadagshelgar

Endurnýjun samstarfssamnings Vesturbyggðar og Sjómannadagsráðs vegna sjómannadagshelgar á Patreksfirði lögð fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Kynningarefni fyrir Vestfirði

Sædís Þórsdóttir frá Fantastic Fjords kom inn á fundinn og kynnti sameiginlegt kynningarefni fyrir Vestfirði.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Fjörusetrið á Barðaströnd

Þórkatla Soffía Ólafsdóttir starfsmaður Vestfjarðastofu kom inn á fundinn og kynnti áform um uppbyggingu fjöruseturs á Barðaströnd.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00