Hoppa yfir valmynd

Úttekt safnaráðs á Minjasafni Egils Ólafssonar 2023

Málsnúmer 2401035

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. janúar 2024 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Lögð fyrir heimsóknarskýrsla eftirlitsfulltrúa á vegum safnaráðs vegna 2.hl. eftirlits með viðurkenndum söfnum. Ingibjörg Áskelsdóttir forvörður heimsótti safnið á vegum safnaráðs í september sl.

Í skýrslunni kemur fram að safnið þarfnist viðamikilla úrbóta og alvarlegar athugasemdir eru gerðar við það húsnæði sem að hýsir aðal geymslur safnsins.

Safnverðir fóru yfir skýrsluna og það sem gert hefur verið eftir að skýrslan var send en búið er að fara yfir skýrsluna og unnið að því að gera úrbótaáætlun fyrir safnið. Safnaráð hefur óskað eftir áætlun á úrbótum innan 6 mánaða.

Samráðsnefnd óskar eftir því við stjórnendur safnsins að farið verði yfir úrbótaáætlunina áður en henni verður skilað með Samráðsnefndinni fyrir miðjan mars nk.

Samþykkt samhljóða.