Fundur haldinn í á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Strandgötu 38, Tálknafirði, 11. janúar 2024 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
- Guðlaugur Jónsson (GJ) aðalmaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Lilja Magnúsdóttir (LM) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) embættismaður
- Ólafur Þór Ólafsson (ÓÞÓ) sveitarstjóri
- Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Vesturbyggðar
Almenn mál
1. Minjasafn Egils Ólafssonar, fjárhagsáætlun 2024
Inga Hlín Valdimarsdóttir safnvörður Minjasafns kom inná fundinn í fjarbúnaði og fór yfir drög að rekstrarniðurstöðum 2023 og fjárhagsáætlun 2024.
Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps samþykkir fjárhagsáætlun Minjasafns Egils Ólafssonar fyrir rekstrarárið 2024 samhljóða.
2. Úttekt safnaráðs á Minjasafni Egils Ólafssonar 2023
Lögð fyrir heimsóknarskýrsla eftirlitsfulltrúa á vegum safnaráðs vegna 2.hl. eftirlits með viðurkenndum söfnum. Ingibjörg Áskelsdóttir forvörður heimsótti safnið á vegum safnaráðs í september sl.
Í skýrslunni kemur fram að safnið þarfnist viðamikilla úrbóta og alvarlegar athugasemdir eru gerðar við það húsnæði sem að hýsir aðal geymslur safnsins.
Safnverðir fóru yfir skýrsluna og það sem gert hefur verið eftir að skýrslan var send en búið er að fara yfir skýrsluna og unnið að því að gera úrbótaáætlun fyrir safnið. Safnaráð hefur óskað eftir áætlun á úrbótum innan 6 mánaða.
Samráðsnefnd óskar eftir því við stjórnendur safnsins að farið verði yfir úrbótaáætlunina áður en henni verður skilað með Samráðsnefndinni fyrir miðjan mars nk.
Samþykkt samhljóða.
3. Erindi landeiganda að Hnjóti, Örlygshöfn
Erindi frá Fjölni Vilhjálmssyni, lögmanni, dags. 29.12.2023 fyrir hönd landeigenda að Hnjóti, Örlyggshöfn.
Óskar Leifur Arnarsson og Inga Hlín Valdimarsdóttir sátu fundinn undir liðnum.
Samráðsnefndar frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar safnsins á meðan frekari gagna er aflað.
4. Beiðni um námsleyfi
Erindi frá forstöðumanni Minjasafns Egils Ólafssonar, Ingu Hlín Valdimarsdóttur þar sem óskað er eftir námsleyfi.
Samráðsnefnd Vesturbyggðar samþykkir að forstöðumaður safnsins fari í launalaust námsleyfi í samræmi við beiðnina. Forstöðumanni er falið að ráða staðgengil forstöðumanns þar til hún snýr aftur til starfa.
5. Menntun á framhaldsskólastigi á sunnanverðum Vestfjörðum
6. Verkefni samráðsnefndar í sameinuðu sveitarfélagi
Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps lítur svo á að bæjarstjórn nýs sveitarfélags muni taka yfir málefni samráðsnefndarinnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00