Hoppa yfir valmynd

Endurmat Brúar lífeyrissjóðs um innheimtu lífeyris

Málsnúmer 2402061

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. mars 2024 – Bæjarráð

Lagt fyrir til kynningar álit reikningsskila- og upplýsinganefndar um hvernig færa skuli kröfu frá Brú lífeyrissjóði sem til er komin vegna tryggingafræðilegs endurmats sjóðsins og birt var sveitarfélögum í ársbyrjun 2024.

Að áliti nefndarinnar er rétt að færa fjárhæð sbr. ofangreint á breytingu lífeyrisskuldbindinga í rekstrarreikningi með mótfærslu á lífeyrisskuldbindingu í efnahag, þar sem um matsbreytingu er að ræða. Telur nefndin þessa framkvæmd í samræmi við 2. mgr. 13. gr. laga um ársreikninga nr. 3/2006.

Lagt fram til kynningar.