Hoppa yfir valmynd

Langtíma kjarasamningar - stuðningur ríkisstjórnar og Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2403016

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. mars 2024 – Bæjarráð

Lögð er fram áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024 ásamt stuðningsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga í mars 2024.

Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með að kjarasamningar hafi náðst til lengri tíma, með það að markmiði að ná niður vöxtum og verðbólgu og skapa þar með skilyrði fyrri stöðuleika og aukinn fyrirsjáanlega. Bæjarráð samþykkir að leggja sitt af mörkum til að auka sátt á vinnumarkaði, m.a. með endurskoðun gjaldskráa ársins 2024 sbr. bókun bæjarráðs þann 9. janúar sl. og að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar frá og með ágúst 2024.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps um tillögur að gjaldskrárbreytingum vegna sameiningar sveitarfélaganna og leggja tillögurnar fyrir í viðauka við fjárhagsáætlun til samþykktar hjá bæjarstjórn.