Hoppa yfir valmynd

Ástand vega innan Vesturbyggðar í mars 2024

Málsnúmer 2403017

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. mars 2024 – Bæjarráð

Rætt um alvarlegt ástand vega innan Vesturbyggðar, þ.á m. milli byggðakjarna sveitarfélagsins.

Bæjarráð bendir á gríðarlega alvarlegt ástand vega á svæðinu vegna viðhaldsleysis og ónýtra vegakafla.
Bæjarráð varar við varasömu ástandi á vegum á sunnanverðum Vestfjörðum, þá einkum á Mikladal, Raknadalshlíð og Barðaströnd.
Bæjarstjóra falið að setja sig í samband við þingmenn kjördæmisins, umhverfis- og samgöngunefnd alþingis og Vegagerðina.