Hoppa yfir valmynd

Kaup hafnasjóðs á Vatneyrarbúð

Málsnúmer 2403031

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. mars 2024 – Hafna- og atvinnumálaráð

Bæjarstjóri kom inn á fundinn.

Bæjarstjóri leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að Hafnasjóður Vesturbyggðar kaupi fasteignina Vatneyrarbúð, Aðalstræti 1 á Patreksfirði, af Vesturbyggð.
Stofnun Vatneyrarbúðar, þekkingarseturs, liggur fyrir í húsnæðinu þar sem megináherslan verður á Þekkingasetur fiskeldis. Skrifstofuaðastaða verður fyrir allt að 18 manns í húsnæðinu og verður aðstaðan leigð út til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Starfsemin innan húsnæðisins hefur mikla tengingu við aðra starfsemi á hafnarsvæðinu.

Í fjárhagsáætlun Vesturbyggðar árið 2024 er gert ráð fyrir að hafnarsjóður kaupi Vatneyrarbúðina af sveitarfélaginu. Hafnarsjóður er samþykkir þeirri ráðstöfun að sjóðurinn kaupi Vatneyrarbúðina enda hefur starfsemi Vatneyrarbúðarinnar beina tengingu við hafnastarfsemi og nýtingu hafsins.

Bæjarstjóri vék af fundi.