Hoppa yfir valmynd

Menningar- og ferðamálaráð #2

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 13. nóvember 2018 og hófst hann kl. 18:00

Fundinn sátu
  • Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Ragna Jenný Friðriksdóttir (RJF) aðalmaður
  • Ramon Flavià Piera (RFP) aðalmaður
  • Svava Gunnardóttir (SG) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Lilja Sigurðardóttir Silva Þjónustufulltrúi

Almenn mál

1. Kosning formanns, varaformanns og ritara

Ramon Flavià Piera setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Á 1. fundi var Ramon kosinn formaður ráðsins og var kosningu varaformanns og ritara frestað til næsta fundar.

Ramon lagði til að Svava Gunnarsdóttir yrði varaformaður ráðsins. Samþykkt samhljóða.

Ramon lagði til að Gunnþórunn Bender yrði ritari ráðsins. Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Stefnumótun í rekstri salerna

Rætt um stefnumótun í rekstri salerna í Vesturbyggð næstu árin. Í dag sér Vesturbyggð um að þjónusta salerni við Brunna. Í áfangastaðaáætlun Vestfjarða sem unnin er af Vestfjarðastofu er áhersla lögð á uppbyggingu á sjö stöðum á sunnanverðum Vestfjörðum. Af þessum sjö stöðum er salerni opið allan sólarhringinn á þremur þeirra, við Brunna, á Rauðasandi og við Listasafn Samúels í Selárdal.

Vilji er til þess að þjónusta salerni á helstu ferðamannastöðum á svæðinu og byggja þjónustuna upp á næstu árum. Fundurinn vísar því til starfsmanns nefndarinnar að kanna hver staðan er á þjónustu við salerni á þessum stöðum í dag og hvort að framkvæmdasjóður ferðamannstaða styrki sambærileg verkefni.

Málinu frestað til næsta fundar á meðan frekari gagna er aflað.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Rafstöðin, félagasamtök - Umsókn um þjónustu við salerni

Tekið fyrir erindi dags. 23.10.2018 frá Rafstöðin, félagasamtök, þar sem óskað er eftir því við Vesturbyggð að sveitarfélagið taki að sér rekstur salerna við gömlu rafstöðina á Bíldudal. Erindið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 30.10.2018 og var vísað til menningar- og ferðamálaráðs til afgreiðslu.

Málinu frestað þar til stefnumótun menningar- og ferðamálaráðs um rekstur salerna í sveitarfélaginu er komin lengra á veg.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Tjaldsvæði í Vesturbyggð - framtíðarsýn

Málinu frestað til næsta fundar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

5. Húsið - Verkefnið vefrit frá Vestfjörðum - ÚR VÖR

Aron Ingi Guðmundsson og Julie Gasiglia mættu á fundinn til að kynna verkefnið sitt Úr Vör - Vefrit frá Vestfjörðum. Stefnt er að því að verkefnið hefjist í janúar-febrúar árið 2019. Vilji er til þess að vera í samstarfi við Vesturbyggð varðandi verkefnið.

Menningar- og ferðamálaráð leggur til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að taka vel í samstarfsbeiðnir varðandi verkefnið og nýti sér þetta tækifæri til að kynna vel menningar- og ferðamálatengd verkefni á vegum sveitarfélagsins.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Framkvæmdastjóður ferðamannastaða -opið fyrir styrkumsóknir vegna 2019

Rætt um Framkvæmdasjóð fermannastaða og mikilvægi þess að sækja um á næsta ári fyrir fyrirhuguð verkefni Vesturbyggðar þegar kemur að ferðamálum innan sveitarfélagsins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Vesturbyggð - firðir, fjöll og fuglar

Bókin Vesturbyggð - firðir, fjöll og fuglar lögð fram til kynningar.

Í júní 2017 dvöldu í eina viku í Vesturbyggð DANE listamannahópurinn, danskir náttúru - umhverfislistamenn. Tilgangur heimsóknarinnar var að miðla einstakri náttúru sveitarfélagsins með gerð teikninga og málverka. Afraksturinn má sjá í bókinni. Texti bókarinnar er ritaður af staðkunnugum heimamönnum en myndirnar eru verk meðlima DANE listamannahópsins.

Menningar- og ferðamálaráð fagnar þessu frábæra verkefni.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Fjárhagsáætlun 2019.

Menningar- og ferðamálaráð leggur til að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 verði áhersla lögð á að fjármagn verði sett í menningartengd verkefni eins og Úr Vör verkefnið, og ferðamálatengd verkefni eins og uppbyggingu á tjaldsvæðum og salernisaðstöðu í sveitarfélaginu.

Málsnúmer15

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:55