Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 12. febrúar 2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu
- Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
- Hjörtur Sigurðsson (HS) varamaður
- María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
- Ramon Flavià Piera (RFP) aðalmaður
- Svava Gunnardóttir (SG) aðalmaður
Fundargerð ritaði
- Lilja Sigurðardóttir Þjónustufulltrúi
Almenn mál
1. Beiðni um samstarf á árinu 2019
Menningar- og ferðamálaráð tekur vel í þetta verkefni og leggur til að bæjarráð samþykki að fá 1-3 hópa sumarið 2019, þ.á.m. einn hóp í Selárdal skv. fyrirliggjandi umsókn.
2. Sirkushátíð í bæjarfélagi - Sirkus Íslands, Alda Brynja Birgisdóttir
Menningar- og ferðamálaráð tekur vel í erindið og felur starfsmanni nefndarinnar að afla frekari upplýsinga og leggi fram minnisblað á næsta fundi bæjarráðs.
4. Styrkumsókn - Félag áhugamanna um skrímslasetur
Menningar- og ferðamálaráð felur starfsmanni nefndarinnar að skoða hvernig önnur sveitarfélög styrkja sambærileg verkefni og leggja fram minnisblað á næsta fundi Menningar- og ferðamálaráðs.
5. Ábending vegna Látrabjargs
Menningar- og ferðamálaráð þakkar fyrir erindið frá Friðrik Sturlaugssyni og góðar hugmyndir sem því fylgja, og leggur ráðið til að starfsmaður nefndarinnar vinni áfram að þessum hugmyndum fram að næsta fundi Menningar- og ferðamálaráðs. Ráðið tekur undir og ítrekar þörf á að lagfæra stíga og bæta aðstöðu á bjarginu í samvinnu við landeigendur.
Mál til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00