Hoppa yfir valmynd

Menningar- og ferðamálaráð #3

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 12. febrúar 2019 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu
 • Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
 • Hjörtur Sigurðsson (HS) varamaður
 • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
 • Ramon Flavià Piera (RFP) aðalmaður
 • Svava Gunnardóttir (SG) aðalmaður
Fundargerð ritaði
 • Lilja Sigurðardóttir Þjónustufulltrúi

Almenn mál

1. Beiðni um samstarf á árinu 2019

Menningar- og ferðamálaráð tekur vel í þetta verkefni og leggur til að bæjarráð samþykki að fá 1-3 hópa sumarið 2019, þ.á.m. einn hóp í Selárdal skv. fyrirliggjandi umsókn.

  Málsnúmer 1812036 3

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Sirkushátíð í bæjarfélagi - Sirkus Íslands, Alda Brynja Birgisdóttir

  Menningar- og ferðamálaráð tekur vel í erindið og felur starfsmanni nefndarinnar að afla frekari upplýsinga og leggi fram minnisblað á næsta fundi bæjarráðs.

   Málsnúmer 1901042 2

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   4. Styrkumsókn - Félag áhugamanna um skrímslasetur

   Menningar- og ferðamálaráð felur starfsmanni nefndarinnar að skoða hvernig önnur sveitarfélög styrkja sambærileg verkefni og leggja fram minnisblað á næsta fundi Menningar- og ferðamálaráðs.

    Málsnúmer 1901037 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    5. Ábending vegna Látrabjargs

    Menningar- og ferðamálaráð þakkar fyrir erindið frá Friðrik Sturlaugssyni og góðar hugmyndir sem því fylgja, og leggur ráðið til að starfsmaður nefndarinnar vinni áfram að þessum hugmyndum fram að næsta fundi Menningar- og ferðamálaráðs. Ráðið tekur undir og ítrekar þörf á að lagfæra stíga og bæta aðstöðu á bjarginu í samvinnu við landeigendur.

     Málsnúmer 1902025

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     Mál til kynningar

     3. Menningarleg verk í Baldurshaga Bíldudal - Jón Kr. Ólafsson

     Bréf frá Jóni Kr. Ólafssyni lagt fram til kynningar.

      Málsnúmer 1901044 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00