Hoppa yfir valmynd

Menningar- og ferðamálaráð #4

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 19. mars 2019 og hófst hann kl. 18:00

Fundinn sátu
  • Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
  • Hjörtur Sigurðsson (HS) varamaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Ramon Flavià Piera (RFP) aðalmaður
  • Svava Gunnardóttir (SG) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir Menningar-og ferðamálafulltrúi

Almenn mál

1. Styrkumsókn - Félag áhugamanna um skrímslasetur

Menningar-og ferðamálaráð leggur til að styrkur sveitarfélagsins til Skrímslaseturs verði aukinn um 200.000 kr. á ári. Tekið var mið af styrkúthlutunum af sambærilegum verkefnum bæði í öðrum sveitarfélögum og í Vesturbyggð.
Ráðið leggur einnig til að skoðað verði að Skrímslasetrið verði nýtt betur af grunn- og leikskólum í Vesturbyggð til aukinnar vitundar um menningu svæðisins.

    Málsnúmer 1903171 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Stefnumótun í ferðaþjónustu

    Menningar-og ferðamálaráð leggur til að sveitarfélagið fari í stefnumótunarvinnu í ferðaþjónustumálum. Vegna aukinna umsvifa í ferðaþjónustu er talið nauðsynlegt að huga að stefnumótun m.a. í rekstri salerna, tjaldsvæðamálum, komum skemmtiferðaskipa og fl. Ráðið telur löngutímabært að þessi vinna fari af stað fyrir sunnanverða Vestfirði.

      Málsnúmer 1903331 4

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Mál til kynningar

      3. Styrkveiting: Umhverfi og aðstaða sundlaugar Krossholtum - Ferðamálastofa

      Menningar- og ferðamálaráð fagnar þessari styrkveitingu.

        Málsnúmer 1903304

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30