Hoppa yfir valmynd

Menningar- og ferðamálaráð #4

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 19. mars 2019 og hófst hann kl. 18:00

Fundinn sátu
  • Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
  • Hjörtur Sigurðsson (HS) varamaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Ramon Flavià Piera (RFP) aðalmaður
  • Svava Gunnardóttir (SG) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir Menningar-og ferðamálafulltrúi

Almenn mál

1. Styrkumsókn - Félag áhugamanna um skrímslasetur

Menningar-og ferðamálaráð leggur til að styrkur sveitarfélagsins til Skrímslaseturs verði aukinn um 200.000 kr. á ári. Tekið var mið af styrkúthlutunum af sambærilegum verkefnum bæði í öðrum sveitarfélögum og í Vesturbyggð.
Ráðið leggur einnig til að skoðað verði að Skrímslasetrið verði nýtt betur af grunn- og leikskólum í Vesturbyggð til aukinnar vitundar um menningu svæðisins.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Stefnumótun í ferðaþjónustu

Menningar-og ferðamálaráð leggur til að sveitarfélagið fari í stefnumótunarvinnu í ferðaþjónustumálum. Vegna aukinna umsvifa í ferðaþjónustu er talið nauðsynlegt að huga að stefnumótun m.a. í rekstri salerna, tjaldsvæðamálum, komum skemmtiferðaskipa og fl. Ráðið telur löngutímabært að þessi vinna fari af stað fyrir sunnanverða Vestfirði.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

3. Styrkveiting: Umhverfi og aðstaða sundlaugar Krossholtum - Ferðamálastofa

Menningar- og ferðamálaráð fagnar þessari styrkveitingu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30