Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 30. apríl 2019 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu
- Esther Gunnarsdóttir (EG) aðalmaður
- Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
- María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
- Ramon Flavià Piera (RFP) aðalmaður
- Svava Gunnardóttir (SG) aðalmaður
Fundargerð ritaði
- Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi
Almenn mál
1. Upplýsingamiðstöð - rekstur 2019
Gunnþórunn Bender vék af fundi áður en þetta erindi var tekið fyrir.
Tekin fyrir beiðni Westfjords Adventures um samstarf um rekstur á upplýsingamiðstöð ferðamanna yfir sumartímann. Westfjords Adventures hefur gert samstarfssamning við Vesturbyggð s.l. tvö ár þar sem þeim hefur verið greiddur styrkur að upphæð 900.000 krónur,fyrri helming í upphafi sumars og seinni helming í lok tímabilsins.
Ráðið leggur til að samningurinn verði endurnýjaður og vísar erindinu áfram til bæjarráðs.
2. Ferðamenn í Vesturbyggð 2012-2018 tilboð í úrvinnslu gagna
Tekið fyrir erindi fyrirtækisins Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar. Fyrirtækið hefur sent tilboð í samantektarvinnu sem lítur að erlendum ferðamönnum í Vesturbyggð. Samantektin mun innihalda þróun í fjölda og samsetningu erlendra gesta á svæðinu ásamt því að áætla komu á hvern stað á svæðinu fyrir sig.
Ráðið telur ekki tímabært að kosta slíka vinnu að svo stöddu þar sem heildar stefnumótunarvinna í ferðamálum er ekki hafin. Möguleiki væri á að endurskoða þegar þar að kemur.
3. Rafstöðin, félagasamtök - Umsókn um þjónustu við salerni
Tekin er fyrir erindi frá Rafstöðin, félagasamtök, þar sem óksað er eftir því við Vesturbyggð að sveitarfélagið taki að sér rekstur salerna við gömlu rafstöðina á Bíldudal.
Ekki er gert ráð fyrir slíkum rekstri í fjárhagsáætlun ársins og er talið að slíkt þurfi að vera hluti af heildarendurskoðun ársins. Auk þess er vinna sveitarfélagsins í stefnumótun í ferðamálum ekki formlega hafin og er því ekki talið við hæfi að taka ákvörðun fyrr en að þeirri vinnu hefur verið lokið. Lagt er til að tekið verði tillit til beiðninnar þegar stefnumótunarvinnan er hafin.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:18
Breyting á fulltrúum í menningar- og ferðamálaráði:
Lagt er til að Esther Gunnarsdóttir taki sæti sem aðalmaður í menningar- og ferðamálaráði í stað Rögnu Jennýar Friðriksdóttur og að Anna Vilborg Rúnarsdóttir taki sæti sem varamaður.
Tillagan samþykkt samhljóða og henni vísað til bæjarstjórnar.