Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 10. desember 2019 og hófst hann kl. 18:00
Nefndarmenn
- Esther Gunnarsdóttir (EG) aðalmaður
- Hjörtur Sigurðsson (HS) varamaður
- María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
- Óskar Leifur Arnarsson (ÓLA) varamaður
- Svava Gunnarsdóttir (SG) aðalmaður
Starfsmenn
- Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) embættismaður
Fundargerð ritaði
- Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi
Almenn mál
1. Ósk um styrk vegna Leikhópsins Lotta 27.02.2020
Lagt fram bréf dags. 31.10.19 frá Foreldrafélagi Patreksskóla með beiðni um styrk vegna sýningar Leikhópsins Lottu á Hans Klaufa 27.febrúar 2020.
Sótt er um styrk fyrir afnotum að Félagsheimili Patreksfjarðar þann 27.febrúar 2020 ásamt styrk til að greiða gistingu fyrir leikhópinn.
Menningar-og ferðamálaráð samþykkir að Vesturbyggð veiti styrkinn og felur menningar-og ferðamálafulltrúa að vera í sambandi við formann foreldrafélagsins.
Mál til kynningar
2. Húsnæðisáætlun
Húsnæðisáætlun Vesturbyggðar lögð fram til kynningar. Húsnæðisáætlun er heildstæð áætlun sveitarfélags varðandi stöðu húsnæðismála í sveitarfélaginu og er hún gerð til fjögurra ára og átta ára í senn. Meginmarkmið hennar er að stuðla að auknu húsnæðisöryggi heimila innan sveitarfélagsins. Menningar-og ferðamálaráð gerir engar athugasemdir við áætlunina.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00