Hoppa yfir valmynd

Menningar- og ferðamálaráð #7

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 10. desember 2019 og hófst hann kl. 18:00

Nefndarmenn
  • Esther Gunnarsdóttir (EG) aðalmaður
  • Hjörtur Sigurðsson (HS) varamaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Óskar Leifur Arnarsson (ÓLA) varamaður
  • Svava Gunnarsdóttir (SG) aðalmaður
Starfsmenn
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) embættismaður

Fundargerð ritaði
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi

Almenn mál

1. Ósk um styrk vegna Leikhópsins Lotta 27.02.2020

Lagt fram bréf dags. 31.10.19 frá Foreldrafélagi Patreksskóla með beiðni um styrk vegna sýningar Leikhópsins Lottu á Hans Klaufa 27.febrúar 2020.
Sótt er um styrk fyrir afnotum að Félagsheimili Patreksfjarðar þann 27.febrúar 2020 ásamt styrk til að greiða gistingu fyrir leikhópinn.
Menningar-og ferðamálaráð samþykkir að Vesturbyggð veiti styrkinn og felur menningar-og ferðamálafulltrúa að vera í sambandi við formann foreldrafélagsins.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

2. Húsnæðisáætlun

Húsnæðisáætlun Vesturbyggðar lögð fram til kynningar. Húsnæðisáætlun er heildstæð áætlun sveitarfélags varðandi stöðu húsnæðismála í sveitarfélaginu og er hún gerð til fjögurra ára og átta ára í senn. Meginmarkmið hennar er að stuðla að auknu húsnæðisöryggi heimila innan sveitarfélagsins. Menningar-og ferðamálaráð gerir engar athugasemdir við áætlunina.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00