Hoppa yfir valmynd

Menningar- og ferðamálaráð #18

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 9. nóvember 2021 og hófst hann kl. 18:00

Nefndarmenn
 • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
 • Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
 • Hjörtur Sigurðsson (HS) varamaður
 • Ramon Flavià Piera (RFP) aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðríður Hlín Helgudóttir (GHH) menningar- og ferðamálafulltrúi

Fundargerð ritaði
 • Guðríður Hlín Helgudóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi

Almenn mál

1. Tilboð frá Kómedíuleikhúsinu atvinnuleikhúsi Vestfjarða

Þann 29.09.2021 barst Vesturbyggð tilboð frá Kómedíuleikhúsinu á fimm viðburðum sem leikhúsið sýnir í Vesturbyggð árið 2022. Um er að ræða viðburði gyrir leik- og grunnskóla Vesturbyggðar sem og menningardagskrá fyrir eldri borgara. Ráðið fagnar þessu og bendir á styrki menningar- og ferðamálaráðs og mælir með að sækja um þar.

  Málsnúmer 2110011

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Fjárhagsáætlun 2022-2025

  Almennt farið yfir menningar- og ferðamálatengdar áherslur á fjárhagsáætlun 2022-2025

   Málsnúmer 2106009 13

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Gamla smiðjan á Bíldudal

   Rætt um að auglýsa eftir umsjónaraðila fyrir Gömlu smiðjuna fyrir sumarið 2022. Menningar- og ferðamálafulltrúa falið að sjá um það.

    Málsnúmer 2002081 6

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Rafstöðin, félagasamtök - Umsókn um þjónustu við salerni

    Tekið fyrir erindi dagss. 18.10.2021 frá Rafstöðin, félagasamtök, þar sem óskað er eftir því við Vesturbyggð að sveitarfélagið taki að sér rekstur salerna við gömlu rafstöðina á Bíldudal. Ráðið telur brýna nauðsyn á salernisaðstöðu á ferðamannastöðum til að tryggja jákvæða upplifun ferðafólks af svæðinu. Ráðið vísar málinu áfram til bæjarráðs til ákvörðunartöku.

     Málsnúmer 1903096 3

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00