Hoppa yfir valmynd

Gamla smiðjan á Bíldudal

Málsnúmer 2002081

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. maí 2020 – Menningar- og ferðamálaráð

Lagðar fram umsóknir um umsjónaraðila Gömlu smiðjunnar á Bíldudal.

Vesturbyggð auglýsti eftir umsjónaraðila til þess að halda utan um komur gesta í smiðjuna og veita upplýsingar og leiðsögn. Leggja þarf áherslu á að viðhalda sögu smiðjunnar, starfsemi hennar og þeirra muna sem þar eru.

Menningar-og ferðamálaráð leggur til að gengið verði til samninga við Búbíl ehf. og felur bæjarstjóra ásamt menningar-og ferðamálafulltrúa að fara i þá vinnu.

Menningar- og ferðamálaráð þakkar umsækjendum fyrir sýndan áhuga.
12. maí 2020 – Bæjarráð

Vesturbyggð óskaði eftir umsjónaraðilum fyrir rekstur gömlu smiðjunnar á Bíldudal. Bæjarráð felur menningar- og ferðamálaráð fullnaðarafgreiðslu á málinu.
13. október 2020 – Menningar- og ferðamálaráð

Lögð fram til kynningar greinargerð frá umsjónaraðilum Gömlu smiðjunnar á Bíldudal vegna sumarsins 2020.
8. desember 2020 – Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð tekur til umfjöllunar breytingu á húsi Gömlu smiðjunnar á Bíldudal. Til skoðunar hefur verið að stækka hurð hliðarskúrs Gömlu smiðjunnar. Minjastofnun gerir ekki athugasemd við breytinguna með fyrirvara um nánari útfærslu en óska þarf eftir formlegri umsögn frá stofnuninni ef endanleg teikning mun liggja fyrir.

Menningar-og ferðamálafulltrúa falið að skoða nánari útfærslu á verkefninu, kostnaði og fl. í samræmi við umræður á fundinum.
9. nóvember 2021 – Menningar- og ferðamálaráð

Rætt um að auglýsa eftir umsjónaraðila fyrir Gömlu smiðjuna fyrir sumarið 2022. Menningar- og ferðamálafulltrúa falið að sjá um það.
6. febrúar 2023 – Menningar- og ferðamálaráð

Farið var yfir rekstur gömlu smiðjunnar á Bíldudal.