Hoppa yfir valmynd

Menningar- og ferðamálaráð #19

Fundur haldinn í fjarfundi, 15. desember 2021 og hófst hann kl. 18:00

Nefndarmenn
  • Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
  • Hjörtur Sigurðsson (HS) varamaður
  • Ramon Flavià Piera (RFP) aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðríður Hlín Helgudóttir (GHH) menningar- og ferðamálafulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Guðríður Hlín Helgudóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi

Almenn mál

1. Styrkumsóknir Menningar-og ferðamálaráðs - 2021

Lagðar fyrir styrkbeiðnir sem bárust ráðinu fyrir fjórðu úthlutun ársins 2021. Alls bárust fimm umsóknir.

1. Flak óskar eftir styrk að upphæð 100 þúsund vegna jólatónleika Margrétar Eirar á Flak.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrkinn.

2. Kómedíuleikhúsið óskar eftir styrk að upphæð 100 þúsund vegna sýningarinnar Bíldudalsprinsinn fyrir eldri borgara á Bíldudal. Með dagskránni er verið að minnast eins mesta listamannas Bíldudals, Muggs. Áætlað er að sýning verði í byrjun árs 2022

Menningar- og ferðamálaráð fagnar erindinu og samþykkir að veita styrkinn.

3. Kristín Mjöll Jakobsdóttir óskar eftir styrk að upphæð 200.000 krónur vegna verkefnisins Byggjum brýr - eflum tónlistariðkun í jaðarbyggðum. Tilgangur verkefnisins er að efla tónlistariðkun í einangruðum byggðum og stuðla að samstarfi milli byggðanna vestast og austast á Íslandi.

Menningar- og ferðamálaráð fagnar erindinu og samþykkir að veita styrk að upphæð 100.000 krónur í samræmi við reglur.

4. Kómedíuleikhúsið óskar eftir styrk að upphæð 100 þúsund vegna sýningarinnar Bíldudalsprinsinn fyrir eldri borgara á Patreksfirði. Áætlað er að sýning verði í byrjun árs 2022

Menningar- og ferðamálaráð fagnar erindinu og samþykkir að veita styrkinn.

5. Daníel Andri Eggertsson óskar eftir styrk að upphæð 150.000 krónur vegna DANDRA - tónleika á FLAK.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100.000 krónur líkt og reglur segja til um.

    Málsnúmer 2012019 3

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Ósk um fjárstuðning við verkefnið Tekist á við torfærur

    Þann 18. nóvember barst ráðinu erindi frá Sigurjóni Bjarnasyni varðandi framhaldsstuðning við verkefnið Tekist á við torfærur. Um er að ræða gisti- og skrifborðsútvegun. Ráðið samþykkir að veita gistiaðstöðu í Lönguhlíð 20 á Bíldudal án endurgjalds sem og skrifborðsaðstöðu í Muggsstofu án endurgjalds.

      Málsnúmer 2105050 3

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Nýting á skrifstofuaðstöðu í Muggsstofu

      Erindi barst 21. nóvember frá Valdimari Gunnarssyni þess efnis að Félag áhugamanna um stofnun Skrímslaseturs muni festa kaup á skanna sem gæti verið á Muggsstofu til að skanna inn gamlar ljósmyndir. Óskað er eftir styrk að andvirði leigu á rýminu. Ráðið samþykkir að veita rýmið án endurgjalds.

        Málsnúmer 2112011

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00