Fundur haldinn í fjarfundi, 15. desember 2021 og hófst hann kl. 18:00
Nefndarmenn
- Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
- Hjörtur Sigurðsson (HS) varamaður
- Ramon Flavià Piera (RFP) aðalmaður
Starfsmenn
- Guðríður Hlín Helgudóttir (GHH) menningar- og ferðamálafulltrúi
Fundargerð ritaði
- Guðríður Hlín Helgudóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi
Almenn mál
1. Styrkumsóknir Menningar-og ferðamálaráðs - 2021
Lagðar fyrir styrkbeiðnir sem bárust ráðinu fyrir fjórðu úthlutun ársins 2021. Alls bárust fimm umsóknir.
1. Flak óskar eftir styrk að upphæð 100 þúsund vegna jólatónleika Margrétar Eirar á Flak.
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrkinn.
2. Kómedíuleikhúsið óskar eftir styrk að upphæð 100 þúsund vegna sýningarinnar Bíldudalsprinsinn fyrir eldri borgara á Bíldudal. Með dagskránni er verið að minnast eins mesta listamannas Bíldudals, Muggs. Áætlað er að sýning verði í byrjun árs 2022
Menningar- og ferðamálaráð fagnar erindinu og samþykkir að veita styrkinn.
3. Kristín Mjöll Jakobsdóttir óskar eftir styrk að upphæð 200.000 krónur vegna verkefnisins Byggjum brýr - eflum tónlistariðkun í jaðarbyggðum. Tilgangur verkefnisins er að efla tónlistariðkun í einangruðum byggðum og stuðla að samstarfi milli byggðanna vestast og austast á Íslandi.
Menningar- og ferðamálaráð fagnar erindinu og samþykkir að veita styrk að upphæð 100.000 krónur í samræmi við reglur.
4. Kómedíuleikhúsið óskar eftir styrk að upphæð 100 þúsund vegna sýningarinnar Bíldudalsprinsinn fyrir eldri borgara á Patreksfirði. Áætlað er að sýning verði í byrjun árs 2022
Menningar- og ferðamálaráð fagnar erindinu og samþykkir að veita styrkinn.
5. Daníel Andri Eggertsson óskar eftir styrk að upphæð 150.000 krónur vegna DANDRA - tónleika á FLAK.
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100.000 krónur líkt og reglur segja til um.
2. Ósk um fjárstuðning við verkefnið Tekist á við torfærur
Þann 18. nóvember barst ráðinu erindi frá Sigurjóni Bjarnasyni varðandi framhaldsstuðning við verkefnið Tekist á við torfærur. Um er að ræða gisti- og skrifborðsútvegun. Ráðið samþykkir að veita gistiaðstöðu í Lönguhlíð 20 á Bíldudal án endurgjalds sem og skrifborðsaðstöðu í Muggsstofu án endurgjalds.
3. Nýting á skrifstofuaðstöðu í Muggsstofu
Erindi barst 21. nóvember frá Valdimari Gunnarssyni þess efnis að Félag áhugamanna um stofnun Skrímslaseturs muni festa kaup á skanna sem gæti verið á Muggsstofu til að skanna inn gamlar ljósmyndir. Óskað er eftir styrk að andvirði leigu á rýminu. Ráðið samþykkir að veita rýmið án endurgjalds.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00