Hoppa yfir valmynd

Menningar- og ferðamálaráð #20

Fundur haldinn í fjarfundi, 15. febrúar 2022 og hófst hann kl. 18:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
  • Hjörtur Sigurðsson (HS) aðalmaður
  • Óskar Leifur Arnarsson (ÓLA) varamaður
  • Ramon Flavià Piera (RFP) aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðríður Hlín Helgudóttir (GHH) menningar- og ferðamálafulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Guðríður Hlín Helgudóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi

Almenn mál

1. Cycling Westfjords júlí 2022

Þann þriðja febrúar barst Vesturbyggð umsókn um fjárstuðning varðandi útgáfu á korti. Kortið sem um ræðir er fyrir Cycling Westfjords sem haldin verður á Vestfjörðum í sumar. Vesturbyggð leikur afar stórt hlutverk í Cycling Westfjords-verkefninu. Óskað var eftir fjárstuðningi að upphæð 50.000 krónur.

Ráðið mælir með að styrkurinn verði veittur.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Styrkumsóknir Menningar-og ferðamálaráðs - 2022

Lagðar fyrir styrkbeiðnir sem bárust ráðinu fyrir fyrstu úthlutun ársins 2022. Alls bárust fjórar umsóknir.

1. Blús milli fjalls og fjöru sækir um styrk fyrir blúshátíðinni en styrkurinn nemur upphæð á leigu á Félagsheimilinu á Patreksfirði.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrkinn.

2. Emil Bjarni Karlsson sækir um styrk fyrir verkefninu Frásögn af fjölskyldu með „vestfirska dauðagenið“ - Upplýsingaöflun og heimildaleit. Styrkbeiðnin snýr að annars vegar að fá að afnot af Muggsstofu á Bíldudal í eina viku í maí 2022. Hins vegar er sótt um 100 þús. kr. styrk vegna ferða- og launakostnaðar.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrkinn.

Óskar Leifur Arnarsson vék af fundi

3. Minjasafn Egils Ólafssonar sækir um styrk vegna verkefnisins Bátar og safnasvæði - Mumminn. Verkefnið snýr að að ráða bátasmið til að vinna að brýnustu verkefnunum til að tryggja að báturinn Mummi eyðileggist ekki. Sótt er um styrk að upphæð 100 þús. kr.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrkinn.

4. Minjasafn Egils Ólafssonar sækir um styrk vegna verkefnisins Bátar og safnasvæðið - Skúlinn. Verkefnið snýr að því að ráða bátasmið til að vinna að brýnustu verkefnunum til að tryggja að báturinn Skúli eyðileggist ekki. Sótt er um styrk að upphæð 100 þús. kr.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrkinn.

Óskar Leifur Arnarsson kemur aftur inná fundinn

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Önnur menningar- og ferðamál

Ráðið óskar eftir því að bæjarráð skoði að gera aðgenilegra í kringum minnisvarða Guðrúnar Valdadóttur fyrir gesti og jafnvel sett upp áningarsvæði sem og að bæta við upplýsingaskiltum.

Ráðið vonar að gerðar verði úrbætur í því að miðla áfram upplýsingum varðandi gönguleiðir í sveitarfélaginu. Menningar- og ferðamálafulltrúi ætlar að athuga hvort ekki sé hægt að gera það einhvern máta.

Ráðið lýsir yfir áhyggjum sínum af þeirri þróun að örnefni séu merkt ranglega í skjölum og skýrslum.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00