Hoppa yfir valmynd

Menningar- og ferðamálaráð #28

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 2. maí 2023 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
 • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
 • Steinunn Sigmundsdóttir (SS) aðalmaður
Starfsmenn
 • Valgerður María Þorsteinsdóttir (VMÞ) menningar- og ferðamálafulltrúi

Fundargerð ritaði
 • Valgerður María Þorsteinsdóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi

Hlynur Freyr Halldórsson boðaði forföll, ekki tókst að boða varamann í hans stað.

Lagt var til að fundir nefndarinnar verði haldnir annan fimmtudag í mánuði kl. 9.

Almenn mál

1. Styrkumsóknir til menningar- og ferðamálaráðs 2023

Lagðar voru fyrir styrkbeiðnir sem bárust ráðinu í annarri úthlutun ársins 2023. Alls bárust sjö umsóknir.

1. Eyrún Lind Árnadóttir sækir um styrk fyrir uppsetningu hinsegin hátíðar á sunnanverðum Vestfjörðum. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

2. Foreldrafélag Patreksskóla sækir um styrk fyrir fræðslunni Fokk Me - Fokk You. Sótt er um 100 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

3. Kómedíuleikhúsið sækir um styrk fyrir uppsetningu á sýningunni Tindátunum fyrir eldri borgara á Patreksfirði. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

4. Sögufélag Barðastrandasýslu sækir um styrk fyrir útgáfu árbókar Barðastrandasýslu sem kom út í desember 2022. Sótt er um 140 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

5. Guðni Agnarsson sækir um styrk fyrir uppsetningu á leikritinu Undurheimar Astrid Lindgren á Bíldudal og Patreksfirði. Sótt er um styrk sem nemur leigu á Baldurshaga og félagsheimili Patreksfjarðar.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

6. 10. bekkur Patreksskóla og Bíldudalsskóla sækir um styrk fyrir menningarferð til Barcelona. Sótt er um 130 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

7. Foreldrafélag Bíldudalsskóla sækir um styrk fyrir árlegu grímuballi félagsins. Sótt er um styrk sem nemur leigu á Baldurshaga.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

  Málsnúmer 2301003 7

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. 17. júní 2023

  Farið var yfir mögulegt fyrirkomulag hátíðahalda á þjóðhátíðardaginn 17. júní.

  Ráðið felur menningar- og ferðamálafulltrúa að auglýsa eftir tilboðum í hátíðahöldin sem og tilnefningum til bæjarlistamanns Vesturbyggðar 2023.

   Málsnúmer 2304040

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

   Lögð voru fram gæðamatsblöð Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða vegna umsókna Vesturbyggðar í sjóðinn árið 2022. Ræddar voru mögulegar umsóknir í sjóðinn árið 2023.

    Málsnúmer 2208040 3

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    Mál til kynningar

    4. Umsókn í Barnamenningarsjóð fyrir Skrímslastopp í Arnarfirði

    Lögð fram til kynningar umsókn Vesturbyggðar í Barnamenningarsjóð fyrir verkefninu Skrímslastopp í Arnarfirði.

     Málsnúmer 2303046 3

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30