Hoppa yfir valmynd

Menningar- og ferðamálaráð #29

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 27. júní 2023 og hófst hann kl. 11:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
  • Steinunn Sigmundsdóttir (SS) aðalmaður
Starfsmenn
  • Valgerður María Þorsteinsdóttir (VMÞ) menningar- og ferðamálafulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Valgerður María Þorsteinsdóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi

Hlynur Freyr Halldórsson boðaði forföll, ekki tókst að boða varamenn í hans stað.

Almenn mál

1. Aðstaða ferðamanna skemmtiferðaskipa

Rædd var aðstaða ferðamanna skemmtiferðaskipa sem koma á Patreksfjörð. Ráðið bendir á að upplýsingar um salernisaðstöðu megi finna í upplýsingabæklingi sem dreift er til ferðafólksins og lagt til að þær verði gerðar enn sýnilegri. Ráðið felur menningar- og ferðamálafulltrúa að boða viðeigandi ferðaþjónustuaðila til frekari umræðna.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Tjaldsvæði Vesturbyggðar 2023

Lagður var fram samningur Vesturbyggðar og Westfjords Adventures um rekstur tjaldsvæðisins á Patreksfirði 2023.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Umsókn í Barnamenningarsjóð fyrir Skrímslastopp í Arnarfirði

Lögð var fram niðurstaða stjórnar Barnamenningarsjóðs Íslands um umsókn Vesturbyggðar fyrir verkefninu Skrímslastopp í Arnarfirði en umsókninni var hafnað. Ráðið lýsir yfir vonbrigðum með ákvörðun stjórnarinnar og felur menningar- og ferðamálafulltrúa að sækja um í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða fyrir verkefninu.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Umsóknir Vesturbyggðar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2023

Ræddar voru mögulegar umsóknir Vesturbyggðar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða árið 2023.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Ástand vega á ferðamannaleiðum

Ráðið lýsir yfir áhyggjum af ástandi fjölfarinna vega sem liggja að ferðamannaperlum í sveitarfélaginu, sérstaklega að Látrabjargi. Það hvetur Vegagerðina til að bæta úr ástandi veganna og hefja heflun fyrr að vori.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00