Hoppa yfir valmynd

Menningar- og ferðamálaráð #33

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 10. maí 2024 og hófst hann kl. 09:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
  • Steinunn Sigmundsdóttir (SS) aðalmaður
Starfsmenn
  • Valgerður María Þorsteinsdóttir (VMÞ) menningar- og ferðamálafulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Valgerður María Þorsteinsdóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi

Hlynur Freyr Halldórsson boðaði forföll, ekki tókst að boða varamann í hans stað.

Almenn mál

1. Styrkumsóknir til menningar- og ferðamálaráðs 2024

Lagðar voru fyrir styrkbeiðnir sem bárust ráðinu í annarri úthlutun ársins 2024. Alls bárust þrettán umsóknir.

1. Magnús Thorlacius sækir um styrk fyrir uppsetningu einleiksins Flokkstjórinn á Patreksfirði og Bíldudal. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

2. Minjasafn Egils Ólafssonar sækir um styrk til að bæta ásýnd og aðbúnað safngripa á Minjasafninu á Hnjóti. Sótt er um 82.358 króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð hafnar styrkbeiðninni.

3. Minjasafn Egils Ólafssonar sækir um styrk fyrir varðveislu og viðgerðum á bátnum Skúla Hjartarsyni BA250. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð frestar afgreiðslu umsóknarinnar og felur menningar- og ferðamálafulltrúa að óska eftir gögnum um nýtingu síðasta styrks fyrir verkefninu, í samræmi við reglur sjóðsins.

4. Minjasafn Egils Ólafssonar sækir um styrk fyrir varðveislu og viðgerðum á bátnum Mumma BA21. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð frestar afgreiðslu umsóknarinnar og felur menningar- og ferðamálafulltrúa að óska eftir gögnum um nýtingu síðasta styrks fyrir verkefninu, í samræmi við reglur sjóðsins.

5. Félag um Ljóðasetur Íslands sækir um styrk fyrir verkefninu Þorpin þrjú þar sem ljóðskáldin Þórarinn Hannesson og Ólafur Sveinn Jóhannesson flytja ljóð á Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

6. Slysavarnadeildin Gyða sækir um styrk fyrir þorrablóti á Bíldudal 2024. Sótt er um 85.120 króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð frestar afgreiðslu umsóknarinnar og felur menningar- og ferðamálafulltrúa að afla frekari upplýsinga.

7. Blús milli fjalls og fjöru sækir um styrk fyrir þrettándu blúshátíðinni sem verður haldin í lok ágúst 2024. Sótt er um styrk sem nemur leigu á félagsheimili Patreksfjarðar.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina. Lagt er til að gerður verði samningur við aðstandendur hátíðarinnar líkt og við aðrar bæjarhátíðir.

8. Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir sækir um styrk fyrir fjölskyldusmiðjunni Skapandi skrúfur. Sótt er um 140 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 50 þúsund krónur.

9. 10. bekkur Patreks- og Bíldudalsskóla sækir um styrk fyrir útskriftar- og menningarferð til Barcelona í lok maí. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 90 þúsund krónur, sem nemur 10 þúsundum króna fyrir hvern nemanda.

10. Foreldrafélag Patreksskóla sækir um styrk fyrir fræðslu Siggu Daggar kynfræðings fyrir nemendur mið- og unglingastigs allra skóla á sunnanverðum Vestfjörðum auk foreldra. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð telur umsóknina ekki samræmast reglum sjóðsins og hafnar styrkbeiðninni.

11. Sögufélag Barðastrandarsýslu sækir um styrk vegna útgáfu árbókar Barðastrandarsýslu 2023 sem kom út í desember síðastliðnum. Sótt er um 140 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

12. Foreldrafélag Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku sækir um styrk vegna páskabingós félagsins 2024. Sótt er um styrk sem nemur leigu á félagsheimilinu Baldurshaga.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

13. Félag um listasafn Samúels sækir um styrk fyrir sjöundu listahátíð Samúels sem haldin verður 19.-21. júlí 2024. Sótt er um 500 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 150 þúsund krónur í samræmi við reglur sjóðsins.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. 17. júní 2024

Menningar- og ferðamálaráð felur menningar- og ferðamálafulltrúa að auglýsa eftir aðilum til að sjá um sjá um viðburðinn í samstarfi við menningar- og ferðamálafulltrúa.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Sólmyrkvi 12. ágúst 2026

Kynnt fyrir ráðinu undirbúningur vegna sólmyrkva 12. ágúst 2026. Gert er ráð fyrir miklum fjölda ferðamanna vegna viðburðarins. Ráðið gerir athugasemd um að brýnt sé að huga að uppbyggingu innviða á svæðinu enda feli viðburðurinn í sér stóraukið álag á innviði, þar á meðal vegakerfið og samgöngur. Ráðið leggur til að heimastjórn kanni möguleika á gjaldtöku sem nýtt verði til uppbyggingar innviða.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15