Hoppa yfir valmynd

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps #32

Fundur haldinn í Miðtúni 1, Tálknafirði, 22. maí 2012 og hófst hann kl. 17:30

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar

    Arnheiður Jónsdóttir boðaði forföll. Guðrún Eggertsdóttir mætti í hennar stað.

    Fundargerðir til staðfestingar

    1. Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps - 31

    Lögð fram fundargerð síðasta fundar samráðsnefndar.

      Málsnúmer 1203006F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Almenn mál

      2. Málefni MEÓ

      Magnús Ólafs Hansson formaður stjórnar MEÓ og Björgvin Sigurjónsson komu inn á fundinn. Formaður stjórnar fór yfir málefni MEÓ. Samráðsnefnd samþykkir að viðhaldsverkefnum verði forgangsraðað með tilliti til fjárhagsáætlunar. Stjórn MEÓ falið að kanna hvort áhugasamir aðilar vilji eignast gamlan nótabát "Víkingaskipið" með skilyrðum.

        Málsnúmer 1101042 6

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Ársreikningur Hollvinasamtaka HSP 2011

        Lagðir fram til ársreikningar Hollvinasamtaka HSP til samþykktar. Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps samþykkir framlagðan ársreikning.

          Málsnúmer 1205094

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Önnur sameiginleg mál

          Í ljósi þess að sveitarstjórnir þurfa að taka upp samþykktir sínar fyrir lok árs 2012 skv. nýjum Sveitarstjórnarlögum vill Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps beina þeirri ábendingu til sveitarfélaga á Vestfjörðum að fundir sveitarstjórna verði haldnir 3. viku hvers mánaðar.

            Málsnúmer 1205095

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30