Fundur haldinn í Miðtúni 1, Tálknafirði, 28. september 2012 og hófst hann kl. 17:00
Fundargerð ritaði
- Friðbjörg Matthíasdóttir Formaður
Almenn mál
1. Málefni MEÓ
Til fundarins mættu undir þessum lið Heiðrún Eva Konráðsdóttir (HEK), Magnús Ólafs Hansson (MÓH) og Björgvin Sigurjónsson (BS).
HEK fór yfir starfið á safninu í sumar. Lagt var fram átta mánaða uppgjör safnsins. Samráðsnefnd óskar eftir við stjórn MEÓ og HEK að fá greiðsluáætlun/þörf til áramóta þ.a. hægt sé að fá samþykkta viðauka við fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna með auknu framlagi til Minjasafnsins, á næstu reglulegu fundum sveitarstjórnanna.
HEK lagði fram greinargerð um starfsemina og fór einnig yfir það sem framundan er í vetur mikil skráningarvinna á munum bæði í Rúsínubúð og á safninu sjálfu. Það fékkst styrkur að fjárhæð 1,5 milljón vegna Björgunarafreksins á Látrabjargi, hann verður notaður til að gera þeim atburði hærra undir höfði. Safnið verður 30 ára á næsta ári, sækja þarf um styrki vegna viðburða í tengslum við afmælið. Athuga með styrki til að laga umhverfi safnsins.
Húsnæðismál starfsmanna safnsins voru rædd, ástand Miðgarðs eignahlutur ofl. Stjórn MEÓ falið að skoða þessi mál og koma með tillögu til Samráðsnefndar.
2. Fjórðungsþing Vestfirðinga 2012
Fjórðungsþing Vestfirðinga 2012 verður haldið á Bíldudal 5. og 6.október. Rætt um skipan í stjórn og nefndir á vegum Fjórðungssambands Vestfirðinga, Menningarráð Vestfjarða og fastanefnd um samgöngumál. Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur útvega tvo þingforseta.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00
Guðrún Eggertsdóttir í h.s. Arnheiður Jónsdóttir og Ásgeir Sveinsson í h.s. Ásdís Snót Guðmundsdóttir.