Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 2. maí 2013 og hófst hann kl. 18:00
Fundargerð ritaði
- Friðbjörg Matthíasdóttir Formaður
Almenn mál
1. Málefni MEÓ Hnjótur -stjórn og safnstjóri mæta
Heiðrún Eva Konráðsdóttir safnstjóri MEÓ og stjórn MEÓ; Magnús Ólafs Hansson, Egill Ólafsson og Björgvin Sigurjónsson komu inn á fundinn.
Farið var yfir SVÓT greiningu fyrir MEÓ sem safnstjóri kynnti. Samráðsnefnd og stjórn MEÓ fela safnstjóra að vinna áfram mótun tillagna og að endurbótum á stofnskrá safnsins þannig að hún uppfylli ný safnalög.
2. Ársreikningur MEÓ Hnjótur
Ársreikningur Minjasafns Egils Ólafssonar fyrir árið 2012 lagður fram til kynningar.
Samráðsnefnd veitir stjórn MEÓ og forstöðumanni heimild til þess að leita eftir fjármögnun á yfirdrætti á reikningi safnsins.
Framkvæmdastjórum og oddvitum sveitarfélaganna falið að gera tillögu að uppgjöri á uppsafnaðri viðskiptaskuld og að auknu framlagi sveitarfélaganna til reksturs á safninu.
Stjórn og forstöðumaður MEÓ viku af fundi.
3. Ársreikningur Styrktarsjóðs heilbrigðisstofnanna í V-barð
Lagður fram ársreikningur Styrktarsjóðs heilbrigðisstofnana í Vestur-Barðastrandarsýslu til staðfestingar. Samráðsnefnd staðfestir ársreikninginn.
4. Önnur mál
Önnur sameiginleg mál.
Lagt fram bréf frá Lilju Sigurðardóttur fh. Hérðassambandsins Hrafna-Flóka vegna samstarfs við sveitarfélögin. Samráðsnefnd hefur mikinn áhuga á að íþróttastarf verði samhæft á svæðinu árið um kring og að starfræktur verði "íþrótta-og frístundastrætó" milli byggðarlaga. Bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn Hrafna-Flóka í samræmi við umræðu á fundinum.
Rætt um málverk sem eru í eigu samráðsnefndar og geymd eru á HSP. Bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar falið að móttaka málverkin og koma þeim til viðgerðar og í varanlega geymslu. Samráðsnefnd leggur ríka áherslu á að málverkin verði almenningi til sýnis í framtíðinni.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00
Stjórn MEÓ, Magnús Ólafs Hansson, Egill Ólafsson og Björgvin Sigurjónsson og Heiðrún Eva Konráðsdóttir safnvörður MEÓ komu inn á fundinn undir liðum 1 og 2.