Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 29. apríl 2014 og hófst hann kl. 17:00
Fundargerð ritaði
- Þórir Sveinsson skrifstofustjóri
Almenn mál
1. Málefni samráðsnefndar
a. Málefni MEÓ.
Lagt fram drög að ársreikningi Minjasafns Egils Ólafssonar fyrir árið 2013. Rætt um mat á fastafjármunum. Safnstjóra falið að kanna grunn bókunar eignfærslna. Samþykkt að færa út fyrndar kröfur.
Lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun MEÓ fyrir árið 2014. Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2014 með breytingum sem rætt var um á fundinum samþykkt samhljóða.
b. Ársreikningur Styrktarsjóðs heilbrigðisstofana í Vestur-Barðastrandarsýslu (HSP).
Lagður fram ársreikningur styrkarsjóðs HSP fyrir árið 2013. Ársreikningurinn samþykktur samhljóða.
c. Önnur mál.
Skjalavistunarkerfið OneSystem.
Rætt um skjalavistunarkerfi sveitarfélaganna m.t.t. málalykla Þjóðskjalasafnsins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00
Heiðrún Eva Konráðsdóttir og Gerður Björg Sveinsdóttir sátu fundinn undir a-lið 1. dagskrárliðar.
Egill Ólafsson sat fundinn sem fulltrúi eigenda safnsins undir a-lið 1. dagskrárliðar og var símabandi.