Hoppa yfir valmynd

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps #39

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 29. apríl 2014 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Heiðrún Eva Konráðsdóttir og Gerður Björg Sveinsdóttir sátu fundinn undir a-lið 1. dagskrárliðar.
    Egill Ólafsson sat fundinn sem fulltrúi eigenda safnsins undir a-lið 1. dagskrárliðar og var símabandi.

    Almenn mál

    1. Málefni samráðsnefndar

    a. Málefni MEÓ.
    Lagt fram drög að ársreikningi Minjasafns Egils Ólafssonar fyrir árið 2013. Rætt um mat á fastafjármunum. Safnstjóra falið að kanna grunn bókunar eignfærslna. Samþykkt að færa út fyrndar kröfur.
    Lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun MEÓ fyrir árið 2014. Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2014 með breytingum sem rætt var um á fundinum samþykkt samhljóða.
    b. Ársreikningur Styrktarsjóðs heilbrigðisstofana í Vestur-Barðastrandarsýslu (HSP).
    Lagður fram ársreikningur styrkarsjóðs HSP fyrir árið 2013. Ársreikningurinn samþykktur samhljóða.
    c. Önnur mál.
    Skjalavistunarkerfið OneSystem.
    Rætt um skjalavistunarkerfi sveitarfélaganna m.t.t. málalykla Þjóðskjalasafnsins.

      Málsnúmer 1101042 6

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00