Hoppa yfir valmynd

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps #47

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 24. janúar 2017 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Friðbjörg Matthíasdóttir

    Almenn mál

    1. HHF - framlag vegna samstarfsverkefnis

    Lilja Sigurðardóttir formaður HHF, Páll Vilhjálmsson framkvæmdastjóri HHF og Kristrún Guðjónsdóttir gjaldkeri HHF, sátu fundinn undir þessum lið. Rætt um samstarfssamning HHF, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps. Aðilar eru sammála um að verið er að vinna afar mikilvægt starf en setjast þarf betur yfir rekstrarforsendur. Ákveðið að funda aftur í febrúarmánuði.

      Málsnúmer 1701029 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Minjasafnið á Hnjóti

      Forstöðumaður minjasafnsins fór yfir rekstur liðins árs og áherslurnar á komandi mánuðum í framkvæmdum og starfsemi. Aukning hefur verið í viðkomum ferðafólks á safninu og lítur forstöðumaður björtum augum til sumarsins. Forstöðumanni falið að leggja fram endurskoðaða fjárhagsáætlun og starfsáætlun fyrir 2017 á næsta fundi.

        Málsnúmer 1609049 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Samstarfssamningur um almenningssamgöngur

        Gerður Björk Sveinsdóttir kynnti endurskoðaða ferðaáætlun.

          Málsnúmer 1609032 6

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. skipan fulltrúa í svæðisráð fyrir Vestfirði

          Gerður Björk Sveinsdóttir er tilnefnd sem sameiginlegur fulltrúi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í svæðisráð fyrir Vestfirði.

            Málsnúmer 1701030 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Fjórðungssamband Vestfirðinga- framlag til Markaðsstofu Vestfjarða 2017.

            Formaður kynnti afstöðu Vesturbyggðar um að leggja ekki til viðbótarframlag á árinu til Markaðsstofu Vestfjarða.

              Málsnúmer 1611045 3

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar V-Barð

              Formaður kynnti málefni styrktarsjóðs heilbrigðisstofnunar V-Barð. og að til stæði að setja íbúð sjóðsins á Aðalstræti 90 í sölu. Söluandvirði verði ráðstafað til tækjakaupa fyrir heilbrigðisstofnunina á Patreksfirði.

                Málsnúmer 1609050 3

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Önnur mál

                  Málsnúmer 1609051 5

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:15