Hoppa yfir valmynd

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps #48

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 27. mars 2017 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Friðbjörg Matthíasdóttir

    Almenn mál

    1. Samstarfssamningur um almenningssamgöngur

    Gerður B. Sveinsdóttir, verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar kom inn á fundinn og upplýsti um stöðu mála í tengslum við verkefni um almenningssamgöngur. Samráðsnefnd felur Gerði að vinna áfram að málinu.

      Málsnúmer 1609032 6

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Minjasafnið á Hnjóti

      Inga Hlín Valdimarsdóttir var í síma undir þessum dagskrárlið.
      Ársreikningur Minjasafns Egils Ólafssonar 2015 tekinn fyrir og undirritaður til staðfestingar af fundarmönnum.
      Fjárhagsáætlun ársins 2017 lögð fram til staðfestingar, áætlunin staðfest.
      Starfsáætlun safnsins fyrir árin 2016 og 2017 lögð fram til kynningar.
      Lögð fram staða og áætlun um skráningu á safnkosti, dags. í febrúar 2017.

        Málsnúmer 1703043 3

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. HHF - framlag vegna samstarfsverkefnis.

        Páll Vilhjálmsson, íþróttafulltrúi, formaður HHF, Lilja Sigurðardóttir, ásamt gjaldkera HHF, Kristrún Guðjónsdóttir mættu til fundar og viðræðu um framlag vegna samstarfsverkefnis HHF, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps um rekstur íþróttaskóla fyrir 1-4. bekk og skipulagningu og stefnumótun í íþróttamálum á svæðinu.

        Lögð fram tillaga HHF vegna endurskoðaðrar áætlunar um rekstarkostnað ársins 2017, skv. niðurstöðu 47. fundar og ósk um endurskoðað viðbótarframlag sveitarfélaganna inn í reksturinn til að mæta auknum kostnaði við verkefnið. Fram kom að 55 nemendur taka þátt í íþróttaskólanum sem er kenndur á Patreksfirði, Bíldudal og Tálknafirði og er í boði fyrir nemendur í 1.-4. bekk, á hverjum virkum degi eftir að skóla lýkur.

        Samstarfssamningur HHF, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps gildir til 30. maí 2018. Samráðsnefnd leggur til við HHF að verkefnið verði metið með tilliti til reynslu fyrstu 2ja áranna. Áfram verði unnið að leiðum til að ná fram frekari rekstrarhagræðingu. Ákveðið að fara yfir stöðuna um miðjan maí.

          Málsnúmer 1701029 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Önnur mál

            Málsnúmer 1609051 5

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:54