Hoppa yfir valmynd

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps #55

Fundur haldinn í Skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, 17. september 2019 og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu
  • Bjarnveig Guðbrandsdóttir (BG) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) varamaður
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri

Almenn mál

1. Minjasafn Egils Ólafssonar - Ársreikningur 2018

Forstöðumaður Minjasafnsins á Hnjóti lagði fram ársreikning safnsins fyrir árið 2018. Tekjur ársins voru 21.818.531 kr. og gjöld 24.185.199 kr. fyrir utan fjármunatekjur, sem voru 79.935 kr. Tap ársins er því 2.286.715 kr. sem skýrist m.a. vegna uppgjörs við Brú-lífeyrissjóð á árinu.

Nefndin beinir því til forstöðumanns að gæta áframhaldandi aðhalds í rekstri safnsins og felur forstöðumanni einnig að leggja fram stöðu skv. fjárhagsáætlun 2019 á næsta fundi nefndarinnar ásamt fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.

Ársreikningurinn staðfestur samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Listasafn Vestur-Barðastrandarsýslu

Rætt um listaverk í eigu Héraðsnefndar Vestur-Barðastrandarsýslu. Skráning á verkunum lögð fyrir á næsta fundi nefndarinnar. Frekari umræðu um málið frestað fram að næsta fundi.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands

Í fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands er tilnefndur Guðni Ólafsson aðalfulltrúi og Magnús Jónsson varafulltrúi.

Staðfest samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Vesturbyggð - Aðalskipulag 2018-2030

Lögð fyrir til kynningar drög að aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2030.

Málsnúmer14

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:03