Fundur haldinn í fjarfundi, 25. nóvember 2021 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Bjarnveig Guðbrandsdóttir (BG) aðalmaður
- Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
- Lilja Magnúsdóttir (LM) aðalmaður
- María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) varamaður
Starfsmenn
- Ólafur Þór Ólafsson (ÓÞÓ) sveitarstjóri
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri
Almenn mál
1. Starfsemi Minjasafns Egils Ólafssonar
Lagður fram ársreikningur Minjasafns Egils Ólafssonar fyrir árið 2020. Óskar Leifur Arnarsson, starfandi forstöðumaður safnsins og Margrét Magnúsdóttir, skoðunarmaður reikninga, kom inn á fundinn og fóru yfir ársreikninginn.
Hagnaður safnsins á árinu 2020 nam 339.097 kr. Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir félagsins 25.770.104 kr. og bókfært eigið fé í árslok er 25.383.800 kr.
Nefndin staðfestir ársreikninginn samhljóða.
Þá var lögð fram fjárhagsáætlun Minjasafns Egils Ólafssonar fyrir árið 2022. Nefndin samþykkir áætlunina og vísar henni til umfjöllunar hjá bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðahrepps.
2. Brunavarnir í Vesturbyggð og á Tálknafirði
Lagt fram minnisblað sveitarstjóra Tálknafjarðahrepps dags. 4. nóvember 2021. Í minnisblaðinu er farið yfir þá vinnu sem framundan er vegna undirbúnings mögulegrar stofnunar byggðasamlags fyrir brunavarnir á sunnanverðum Vestfjörðum í samræmi við ákvörðun samráðsnefndar frá 61. fundi 13. október 2021. Samkvæmt minnisblaðinu hefur Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri brunavarna Suðurnesja verið fenginn til ráðgjafar við undirbúninginn og áætlað er að ganga frá samningi við KPMG varðandi rekstrarfyrirkomulag og samþykktir mögulegs byggðasamlags.
Nefndin staðfestir kostnaðarskiptingu vegna undirbúningsins og felur bæjarstjóra og sveitarstjóra áframhaldandi undirbúning verkefnisins.
3. Almenningssamgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum
Lögð fram greinagerð íþrótta- og tómstundafulltrúa á sunnanverðum Vestfjörðum um almenningssamgöngur í sveitarfélögunum tveimur. Greinagerðin dags. 14. október 2021 var unnin að beiðni Vegagerðarinnar. Í greinagerðinni er farið yfir skipulag almenningssamganga, en þrjár ferðir fara daglega milli byggðakjarnanna þriggja. Daglega nýta 20-30 einstaklingar sér almenningssamgöngurnar og þá gegna almenningssamgöngur milli Bíldudals, Tálknafjarðar og Patreksfjarðar lykilhlutverki í íþróttastarfi ungmenna á sunnanverðum Vestfjörðum.
4. Framhaldsdeild Fjölbrautaskóla Snæfellinga á Patreksfirði
Sveitarstjóri Tálknafjarðahrepps og bæjarstjóri Vesturbyggðar fóru yfir umræður á fundi með skólastjórnendum Fjölbrautaskóla Snæfellinga vegna starfsemi framhaldsdeildar fjölbrautaskólans á Patreksfirði 22. nóvember 2021.
5. Hreinir Vestfirðir, verkefni frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða
Lögð fram til kynningar fjárhagsáætlun heilbrigðiseftirlits Vestfjarða vegna átaksverkefnisins Hreinir Vestfirðir. Í verkefninu er lögð áhersla á hreinsun lóða og lendna. Verkefnið á sér fyrirmynd frá Suðurlandi og Suðurnesjum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:13