Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 28. júní 2023 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varamaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Lilja Magnúsdóttir (LM) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
- Ólafur Þór Ólafsson (ÓÞÓ) sveitarstjóri
- Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Lilja Magnúsdóttir formaður
Almenn mál
1. Ársreikningur Minjasafns Egils Ólafssonar 2023
Ársreikningur Minjasafns Egils Ólafssonar 2022 lagður fram til staðfestingar.
Ársreikningur Minjasafns Egils Ólafssonar 2022 staðfestur samhljóða.
2. Reglur um útleigu veislusalar á Minjasafni Egils Ólafssonar
Drög að reglum um útleigu veislusalar/kaffiteríu á Minjasafni Egils Ólafssonar ræddar.
Formanni samráðsnefndar og sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps er falið að gera drög að reglum í í samráði við forstöðumann Minjasafnsins, í samræmi við reglur um útleigu sala í eigu sveitarfélaganna.
3. Fráveita við Miðgarð
Farið yfir stöðu á fráveitu við Minjasafn Egils Ólafssonar.
Forstöðumanni Minjasafns Egils Ólafssonar er falið í samráði við starfsmenn Vesturbyggðar að kanna möguleika á úrlausnum úr fráveitumálum og koma með tillögu fyrir fjárhagsáætlun 2024.
4. Starfsemi Minjasafns Egils Ólafssonar 2023
Forstöðumaður safnsins gerir greinf yrir áætlaðir starfsemi þess árið 2023.
Forstöðumaður Minjasafns fór yfir áætlaða starfsemi safnsins árið 2022.
5. Skýrsla eldvarnareftirlitsins fyrir árið 2022
Skýrsla slökkviliðsstjóra um framkvæmd eldvarnareftirlits árið 2022 lögð fram.
Bæjarstjóra Vesturbyggðar og sveitarstjóri Tálknafjarðahrepps er falið að fara yfir skýrslu slökkviliðsstjóra í samræmi við athugasemdir á fundinum.
6. Brunavarnaráætlun fyrir Vesturbyggð og Tálknafjörð 2023-2028
7. Samgönguáætlun 2024-2038
Tillaga innviðaráðherra til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árið 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðáætlun fyrir árin 2024-2038. Tillagan er til umsagnar í samráðsgátt og er umsagnarfrestur til 31. júlí 2023.
Nefndin leggur til að samráðsnefnd láti vinna sameiginleg umsögn Vesturbyggðar og Tálknafjarðahrepps um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00