Hoppa yfir valmynd

Brunavarnaráætlun fyrir Vesturbyggð og Tálknafjörð 2023-2028

Málsnúmer 2306079

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

28. júní 2023 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Brunavarnaráætlun rædd, áætlunin verður tekin fyrir í sveitarstjórnum með haustinu.




4. júlí 2023 – Bæjarráð

Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri, mætti til fundarins. Bæjarráð og slökkviliðsstjóri voru sammála einstaka breytingum á framlagðri brunavarnaráætlun. Slökkviliðsstjóri gerir viðeigandi breytingar og leggur að nýju fyrir bæjarráð.




18. júlí 2023 – Bæjarráð

Á 964. fundi bæjarráðs mætti slökkviliðsstjóri til fundarins og kynnti tillögur að brunavarnaáætlun fyrir Vesturbyggð, honum var falið að gera viðeigandi breytingar á brunavarnaráætluninni og leggja að nýju fyrir bæjarráð. Á fundi þessum eru lögð fram ný drög að brunavarnaáætlun, með þeim breytingum sem rædd voru ásamt kostnaðarmetinni framkvæmdaáætlun í samræmi við brunavarnaáætlun og uppfærðri skýrslu um eldvarnareftirlit.

Bæjarstjóri leggur til að brunavarnaáætlunin verði samþykkt.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Vesturbyggðar samþykkir brunavarnaáætlunina og felur bæjartjóra að senda áætlunina til HMS.