Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og byggingarnefnd #187

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 16. apríl 2014 og hófst hann kl. 08:30

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson

    Árni Traustason, byggingarfulltrúi og Óskar Örn Gunnarsson, skipulagsfulltrúi eru viðstaddir gegnum fjarfundarbúnað. Fjarverandi : Anna Guðmundsdóttir í h.st. Erlendur Kristjánsson, Guðrún Eggertsdóttir í h.st. Jóhann Pétur Ágústsson, Nanna Sjöfn Pétursdóttir.

    Almenn erindi

    1. Umsókn um breytta notkun - Strandgata 19

    Erindi frá Birnu Friðbjört Stephensen Hannesdóttur. Í erindinu óskar hún eftir breyttri notkun á bílskúr við Aðalstræti 19, 450 Patreksfirði. Áform þeirra er að setja upp litla kjötvinnslu, beint frá býli. Þörf yrði á frystigám við hlið hússins seinna meir fyrir geymslu á afurðum.

    Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu þar sem notkunin samræmist ekki skipulagi. Nefndin bendir á að slík starfsemi eigi ekki heima í íbúðasvæði heldur á skilgreindum iðnaðar- og athafnasvæðum.

      Málsnúmer 1404025

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Umsókn um byggingarleyfi, Tjarnarbraut 10.

      Umsókn um byggingarleyfi frá Íslenska Kalkþörungafélaginu ehf. Sótt er um byggingarleyfi fyrir tvílyftri viðbyggingu við Tjarnarbraut 10, 465 Bíldudal. Bílskúr á neðri hæð og geymslur og verönd á efri hæð. Einnig er sótt um leyfi fyrir breyttu fyrirkomulagi innanhúss, stiga lokað milli hæða og nýtt vindskýli fyrir inngang neðri hæðar. Húsið einangrað og klætt að utan.
      Umsókninni fylgir afstöðu-, grunn- og útlitsmyndir sem og snið unnin af Zeppelin Arkitektum dags. 14.04.2014.

      Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis að undangenginni grenndarkynningu.

        Málsnúmer 1404045

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Umsókn um byggingarleyfi vegna stækkunar á innkeyrsluhurð

        Davíð Rúnar Gunnarsson víkur af fundi undir þessum lið.

        Umsókn um byggingarleyfi frá Davíð Rúnari Gunnarssyni, slökkviliðsstjóra f.h. Vesturbyggðar. Sótt er um stækkun á innkeyrsluhurð á Slökkvistöðinni að Tjarnarbraut 8, 465 Bíldudal og sett upp rafdrifin flekahurð. Erindinu fylgir grunn-, útlits- og afstöðumynd unnin af GINGA teiknistofu dags. 11.04.2014

        Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis

          Málsnúmer 1404044

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. OV umsókn um lagnaleið við Litladalsá

          Ingimundur Andrésson víkur af fundi undir þessum lið.

          Erindi frá Orkubúi Vestfjarða (OV). Í erindinu er sótt um breytingu á lagnaleið á dreifikerfi hitaveitunnar við Litladalsá, lagnir verða færðar 35m ofar í árfarveginn og grafnar í jörðu og verða þ.a.l. ekki sýnilega eins og fyrri lagnir.

          Erindinu fylgir uppdráttur unninn af Verkís, dags. 14.08.2013

          Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.

            Málsnúmer 1404006

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Deiliskipulag - Iðnaðarsvæði nyrst á Bíldudal.

            Þann 20. desember 2013 samþykkti bæjarstjórn Vesturbyggðar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi vegna iðnaðarsvæðis nyrst á Bíldudal. Tillagan var auglýst frá 30.janúar 2014 til 14.mars 2014. Frestur til að skila inn athugasemdum var til og með 14.mars 2014. Umsagir bárust frá Vegagerðinni, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Samgöngustofu og Veðurstofunni. Athugasemdir bárust frá húseigenda við Lönguhlíð á Bíldudal. Athugasemdirnar beinast helst að hljóð og sjónmengun.

            Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum og felur honum að koma á framfæri lagfæringum í greinagerð. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa hana til fullnaðarafgreiðslu samkvæmt 42. greinar skipulagslaga nr.123/2010.

              Málsnúmer 1312022 3

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Önnur mál

              Forstöðumaður Tæknideildar kynnti drög að áætlun um átak vegna gáma og annarra lausamuna í sveitarfélaginu.

              Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að lokið verði frágangi á gámasvæði sveitarfélagsins á Patreksfirði svo hægt sé að vísa eigendum gáma á svæðið.
              Jafnframt leggur nefndin til að auglýst verði eftir eigendum lausafjármuna í geymslugirðingu sveitarfélagsins á Patreksfirði.

                Málsnúmer 1402059 4

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Skógræktaráform Holtsfit

                Tekið fyrir erindi frá Gísla Gunnari Marteinssyni þar sem hann leitar samþykkis vegna fyrirhugaðra skógræktaráforma. Nú liggja fyrir umsagnir hlutaðeigandi stofnana.

                Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.

                  Málsnúmer 1401074 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Til kynningar

                  8. Mannvirkjastofnun gæðastjórnun byggingafulltrúa

                  Erindi frá forstjóra Mannvirkjastofnunar dagsett 30. október 2013.

                  Lagt fram til kynningar.

                    Málsnúmer 1311052

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30