Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #18

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 18. janúar 2016 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson Forstöðumaður tæknideildar

    Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfulltrúi og Árni Traustason byggingarfulltrúi eru viðstaddir í gegnum fjarfundarbúnað.

    Guðmundur V. Magnússon vék af fundi undir 2.lið.

    Almenn erindi

    1. Umsókn um lóð.

    Erindi frá Sinda Björnssyni, f.h. Ýmis ehf. Í erindinu er sótt um lóð undir geymslu í þeirra eigu er stendur neðan Hólsgils, Bíldudal.

    Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur forstöðumanni tæknideildar að útbúa lóðaleigusamning. Stærð lóðar skal miðast drög þau er unnin hafa verið að deiliskipulagi fyrir umrætt svæði.

      Málsnúmer 1601019

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Umsókn um byggingarleyfi

      Umsókn um byggingarleyfi frá Ingunni H. Hafstað f.h. Tjarnarbrautar ehf, Bíldudal. Sótt er um leyfi til að byggja við húsið að Tjarnarbraut 2 á Bíldudal, annars vegar upp við vesturgafl hússins og hinsvegar framlengja til austurs eldri viðbyggingu sem snýr að götu sem og breytinga á innra skipulagi og útliti. Heildarstækkun nemur 59,6m2.

      Jákvæð umsögn minjastofnunar barst þann 18.01.2016.

      Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis með fyrirvara um samþykki aðliggjandi lóðarhafa.

        Málsnúmer 1601020

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Umsókn um stofnun lóðar - Mórunes

        Erindi frá Ólafi H. Magnússyni f.h. Kika ehf. Í erindinu er óskað eftir stofnun lóðar úr landi Kross, Barðaströnd(139825) neðan þjóðvegar við Móru. Nýstofnuð lóð ber heitið Mórunes og er 18.886 m2.Erindinu fylgir uppdráttur er sýnir afmörkun lóðarinnar.

        Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

          Málsnúmer 1601037

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Friðlýsing æðarvarps

          Erindi frá Sýslumanninum á Vestfjörðum. Í erindinu er óskað staðfestingar byggingarfulltrúa á afmörkun æðavarps í Bíldudal, við Litlu-Eyri. Erindinu fylgir uppdráttur unnin af Verkís sem sýnir fyrirhugaða friðlýsingu

          Skipulags- og umhverfisráð bendir á að misræmi er á milli uppdráttar og texta í umsókn. Í texta er talað um að landamerki séu um miðja lóð að Arnarbakka 8, en skv. uppdrætti séu landamerkin utan við Arnarbakka 8. Einnig beinir ráðið því til Sýslumanns skv. 2.gr. reglugerðar nr.252/1996 að fengnir verði tveir kunnugir menn til að meta hvort æðarvarp sé á öllu því svæði sem sótt er um friðlýsingu á.

          Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindiðið að öðru leyti.

            Málsnúmer 1601038 3

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Umsókn um byggingarleyfi

            Umsókn um byggingarleyfi frá Oddi Guðmundssyni og Kolbrúnu Pálsdóttur. Sótt er um leyfi til að byggja við húsið Litla-kamb, fastanr.228-5531, sem er í landi Seftjarnar, landnr 204221. Heildarstækkun nemur u.þ.b. 28m2.

            Erindinu fylgja teikningar dags. 24.09.2005 unninn af Ráðbarði Sf.

            Skipulags- og umhverfisráð samþykkir veitingu byggingarleyfis og felur byggingarfulltrúa úrvinnslu málsins.

              Málsnúmer 1601039

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Ísafjarðarbær beiðni um umsögn vegna Kaldárvirkjunar

              Tekin fyrir umsagnarbeiðni frá Ísafjarðarbæ vegna breytinga á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Breytingartillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að byggja allt að 600 kW rennslisvirkjun við Þverá í Önundarfirði.

              Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar gerir ekki athugasemdir við breytingartillöguna og felur skipulagsfulltrúa að svara bréfritara.

                Málsnúmer 1601023

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00