Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #28

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 21. nóvember 2016 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson forstöðum. tæknideildar

    Almenn erindi

    1. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - ósk um umsögn vegna rekstrarleyfis.

    Guðmundur V. Magnússon vék fund undir afgreiðslu málsins.

    Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með ósk um umsögn um útgáfu gistileyfis fyrir Búbíl ehf. í Gistihúsinu við höfnina að Dalbraut 1, Bíldudal, kt.570513-0280, dags. 10.11.2016. Sótt er um leyfi fyrir gististað í flokki IV, gistiheimili, að hámarki 19 gestir.

    Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu gistileyfis enda sé húsið í samræmi við samþykkta uppdrætti.

      Málsnúmer 1611024 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Sýslumaðurinn Vf. beiðni um umsögn veitingahús Tjarnarbraut 2 Bd.

      Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með ósk um umsögn um útgáfu veitingaleyfis fyrir BA110 ehf. á Vegamótum, Tjarnarbraut 2, Bíldudal, kt.651016-0530, dags. 16.11.2016. Sótt er um leyfi fyrir veitingastað í flokki III.

      Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu veitingaleyfis enda sé húsið í samræmi við samþykkta uppdrætti.

        Málsnúmer 1611037 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Sigurður Bergsteinsson umsókn um lóðaleigusamning Vatnskrókur 24

        Erindi frá Sigurði Bergsteinssyni eigenda Vatnskróks 24, Patreksfirði. Í erindinu er sótt um lóð undir geymsluna, en enginn lóðaleigusamningur er í gildi.

        Skipulags- og umhverfisráð beinir því til Bæjarstjórnar Vesturbyggðar að samþykkja útleigu lóðar undir húsið.

          Málsnúmer 1610040

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Helgi Auðunsson beiðni um lóðaleigusamning vegna Vatnskróks

          Erindi frá Helga R. Auðunssyni eigenda Vatnskróks 22, Patreksfirði. Í erindinu er sótt um lóð undir geymsluna, en enginn lóðaleigusamningur er í gildi.

          Skipulags- og umhverfisráð beinir því til Bæjarstjórnar Vesturbyggðar að samþykkja útleigu lóðar undir húsið.

            Málsnúmer 1611036

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Umsókn um byggingarleyfi

            Erindi frá Aroni Inga Guðmundssyni. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi vegna útlitsbreytinga að Aðalstræti 72. Sótt er um að opna útidyrahurð á NA-hlið hússins. Erindinu fylgja uppdrættir.

            Skipulags- og umhverfisráð samþykkir veitingu byggingarleyfis, og felur byggingarfulltrúa útgáfu þess.

              Málsnúmer 1611032

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00