Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #38

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 19. september 2017 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson forstöðum. tæknideildar

    Almenn erindi

    1. Umsagnarbeiðni v rekstarleyfis - Sýslum.Vestfjörðum

    Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með ósk um umsögn um útgáfu veitingaleyfis fyrir Tjarnarbraut ehf. á Vegamótum, Tjarnarbraut 2, Bíldudal, kt.500513-0630, dags. 05.09.2017. Sótt er um leyfi fyrir veitingastað í flokki II.

    Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu veitingaleyfis enda sé húsið í samræmi við samþykkta uppdrætti.

      Málsnúmer 1709005 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Edda K. Eiríksdóttir. Umsókn um breytta skráningu á fasteign, Grjóthólar.

      Erindi frá Eddu K. Eiríksdóttur. Í erindinu er sótt um breytta skráningu á fasteigninni að Grjóthólum Barðaströnd, sótt er um breytta skráningu úr sumarbústað í íbúðarhús.

      Erindinu var frestað á 37.fundi ráðsins þann 21.08.2017.

      Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytta skráningu á húsinu og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

        Málsnúmer 1708016 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Fjárhagsáætlun 2018.

        Lagt fram til kynningar vinnuferill við gerð fjárhagsáætlunar 2018, sem og skilaboð frá samráði við íbúa til umfjöllunar í nefndum. Ákveðið að halda aukafund vegna áherslna skipulags- og umhverfisráðs við gerð fjárhagsáætlunar 2018 þann 27.september.

          Málsnúmer 1708020 20

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Seftjörn lóð 1. Umsókn um stöðuleyfi fyrir 7 gámum.

          Erindi frá Kristínu Ó. Matthíasdóttur. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir 7 gámum á landi Seftjarnar lóð 1, landnr 173217.

          Skipulags- og umhverfisráð óskar frekari upplýsinga og frestar erindinu.

            Málsnúmer 1709011 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Hnjótur 2. Umsókn um leyfi fyrir niðurrifum.

            Erindi frá Guðný Ó. Sverkmo. Í erindinu er sótt um leyfi til niðurrifs á matshl. 01 og 02 á jörðinni Hnjótur 2, 451 Vesturbyggð, landnr 139875. Um er að ræða íbúðarhús og geymslu.

            Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggignarfulltrúa að vinna málið áfram.

              Málsnúmer 1709017

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40