Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #42

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 14. desember 2017 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson forstöðum. tæknideildar

    Almenn erindi

    1. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum, Umsagnarbeiðni - Stekkaból.

    Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með ósk um umsögn um útgáfu gistileyfis með áfengisvetingum í flokki IV fyrir Stekkaból ehf. að Stekkum 19, 450 Patreksfirði, dags. 30.11.2017.

    Skipulags- og umhverfisráð veitir jákvæða umsögn um veitingu gistileyfis með áfengisveitingum með fyrirvara um fullnægjandi teikningar.

      Málsnúmer 1711034

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Ævar Guðmundsson - framkvæmdir á kambinum Bíldudal.

      Erindi vísað frá 820.fundi bæjarráðs Vesturbyggðar sem haldinn var 21.11.2017, þar bókaði bæjarráð eftirfarandi undir 4.lið fundarins:

      Lagt fram bréf dags. 8. nóvember sl. frá Ævari Guðmundssyni eiganda íbúðarhúsnæðisins við Hafnarbraut 14, Bíldudal þar sem hann mótmælir fyrirhugaðri staðsetningu á sorpflokkunarstöð á kambinum fyrir framan húsnæði hans á Bíldudal.
      Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs.

      Skipulags- og umhverfisráð bókaði eftirfarandi um staðsetningu flokkunarkráarinnar á 34.fundi sínum þann 15.05.2017 undir 5.lið fundarins:

      Lögð fram beiðni frá bæjarstjóra Vesturbyggðar með ósk um að skipulags- og umhverfisráð leggi til nýja staðsetningu fyrir flokkunarkrá á Bíldudal.

      Skipulags- og umhverfisráð leggur til svæði neðan Hafnarbrautar 12, neðan við veg.

      Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að undirbúa og láta fram fara grenndarkyningu á verkefninu í samræmi við umræður á fundinum.

        Málsnúmer 1711020 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Íslenska Kalkþörungafélagið. Umsókn um byggingarleyfi fyrir raðhúsi.

        Erindi frá Einari Sveini Ólafssyni f.h. íslenska Kalkþörungafélagsins hf. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir 8 smáíbúðum að Tjarnarbraut 15, 465 Bíldudal. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Togson, dags. 01.12.2017.

        Ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu, skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið með fyrirvara um grenndarkynningu og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdina.

          Málsnúmer 1712016 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Umsókn um byggingarleyfi. Bílskúr við Brunna 5.

          Erindi frá Siggeir Guðnasyni. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir bílskúr og þvottahúsi við Brunna 5, 450 Patreksfirði. heildarstækkun er um 72m2. Erindinu fylgja aðalupdrættir unnir af teiknistofu Ginga, dags. 1.des 2017.

          Skipulags- og umhverfisráð telur ekki þörf á grenndarkynningu fyrir viðbyggingunni, hún er ekki talin trufla útsýni og er í samræmi við fyrirkomulag nærliggjandi lóða og samskonar viðbygging og áætlað er að byggja er við Brunna 3.

          Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

            Málsnúmer 1712025

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Fyrirspurn. Landnýting í landi Litlu-Eyrar.

            Lagt fram til kynningar fyrirspurn Hannesar Bjarnasonar um mögulegar staðsetningar iðnaðarlóða í Landi Litlu-Eyrar.

              Málsnúmer 1712026

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Tjarnarbraut 3, Bíldudal. Ósk um leyfi til að gera bílastæði.

              Erindi frá Vesturbyggð. Í erindinu er sótt um leyfi til að útbúa bílastæði neðan við Tjarnarbraut 3, Bíldudal. Erindinu fylgir teikning er sýnir fyrirkomulag bílastæðanna.

              Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.

                Málsnúmer 1712029

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50