Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #52

Fundur haldinn í Aðalstræti 75, fundarsalur nefnda, 18. október 2018 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu
 • Véný Guðmundsdóttir (VG) varamaður
 • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
 • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
 • Jóhanna Gísladóttir (JG) aðalmaður
 • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
 • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Almenn erindi

1. Trúnaðaryfirlýsing bæjarfulltrúa, nefndamanna og áheyrnarfulltrúa 2018 - 2022

Trúnaðaryfirlýsing lögð fram. Viðstaddir nefndarmenn undirrituðu yfirlýsinguna.

  Málsnúmer 1808020 6

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Umsókn um stofnun lóðar, Hagabúð úr landi Haga.

  Erindi frá Bjarna S. Hákonarsyni. Í erindinu er óskað eftir stofnun lóðar úr landi Haga, Barðaströnd(139802). Nýstofnuð lóð skal bera heitið Hagabúð og er að stærð 7.409 m2.

  Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

   Málsnúmer 1810001

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Umsókn um framkvæmdaleyfi. ný aðkoma og bílastæði við Rafstöðina, Bíldudal

   Erindi frá Rafstöðinni, félagasamtök dagsett 16. október 2018. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi vegna aðstöðu fyrir ferða- og útivistarfólk við Rafstöðina í Bíldudal.
   Framkvæmdasjóður ferðamannastaða styrkti gerð bílastæða með upplýsingaskilti og hreinlætisaðstöðu við Rafstöðina í Bíldudal. Að auki styrkti Vegagerðin verkefnið úr styrkvegasjóði. Í ljósi þessara styrkja ákvað félagið að gera tillögu að breytingu á núverandi útafkeyrslu við Rafstöðina og færa hana á svipaðan stað og hún var upphaflega. Meðfylgjandi erindinu er uppdráttur sem sýnir fyrirhugaðar breytingar á aðkomu.

   Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar samþykki Vegagerðarinnar liggur fyrir. Sækja þarf sérstaklega um þjónustu við salernin hjá bæjarráði.

    Málsnúmer 1810037

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Umsókn um framkvæmdaleyfi. Efnisvinnsla Tagl.

    Erindi frá Vesturbyggð, dagsett 16. október 2018 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir efnisvinnslu, Tagli Bíldudal.

    Áætlað er að vinna grjót í grjótvarnir sem og kjarna, heildarmagn er um 30.000m3.
    Ekki er verið að raska óröskuðu svæði þar sem áður hefur verið unnið efni úr sömu námu. Berg verður losað með sprengingum. Lögun námunnar verður regluleg og gengið verður frá henni sléttri og afvatnaðri, fláar snyrtilegir og lausir við hrunhættu. Náman er skilgreind í Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 sem E18.

    Skipulags- og umhverfisráð mælir með að gefið verði út framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna efnisvinnslu í Tagli, þar sem um er að ræða námu sem þegar er opin og umfangið þannig að hún er ekki háð umhverfismati.

     Málsnúmer 1810038

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Erindisbréf: Skipulags- og umhverfisráð

     Drög að erindisbréfi Skipulags- og umhverfisráðs lagt fram til kynningar.

      Málsnúmer 1407020 5

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Til kynningar

      6. Upplýsingagjöf skipulagsfulltrúa

      Skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu vinnu við endurskoðun aðalskipulags Vesturbyggðar.

       Málsnúmer 1810034

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25