Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #54

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 7. desember 2018 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
  • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Jóhanna Gísladóttir boðaði forföll, boðaður var varamaður í hennar stað sem boðaði einnig forföll á síðustu stundu og ekki reyndist unnt að manna í hans stað.

Almenn erindi

1. Araklettur bílastæði - Uppástungur um úrbætur bílastæðamála við leikskólan

Teknar fyrir ábendingar frá foreldrafélagi leikskólans varðandi umferðaröryggismál við leikskólann Araklett á Patreksfirði dags. 24.10.2018.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar framkomnar ábendingar. Skipulags- og umhverfisráð leggur til að eingöngu verði heimilt að keyra út af bílastæðinu inn á þjóðveginn, ekki inn á bílastæðið beint af þjóðveginum, samhliða þessari breytigu verði settar upp viðeigandi merkingar og útafakstur þrengdur. Ennfremur felur ráðið forstöðumanni tæknideildar að vinna tillögu að bættri lýsingu á svæðinu í samráði við Orkubú Vestfjarða.

    Málsnúmer 1811048 3

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Vestfjarðavegur um Dynjandisheiði, mat á umhverfisáhrifum.

    Málinu frestað til næsta fundar.

      Málsnúmer 1812019 3

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Stapar ljóðlistaverk. Beiðni um leyfi til uppsetningar skilta á Bröttuhlíð.

      Erindi frá Silju Baldvinsdóttur hjá Vestfjarðastofu f.h. hóps um Stapa ljóðlistaverk. Í erindinu er óskað heimildar til að setja upp ljóð Jóns úr Vör á framhlið Íþróttamiðstöðvarinnar Bröttuhlíðar.

      Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í hugmyndina um að ljóð Jóns úr Vör prýði veggi íþróttamiðstöðvarinnar Bröttuhlíðar. Ráðið óskar eftir því að ljóðin verði sett fram á einfaldari og látlausari hátt. Ráðið leggur til að grafískum bakgrunni verði sleppt og snyrtileg leturgerð verði valin svo ljóðin njóti sín sem best.

        Málsnúmer 1812015

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Langahlíð 12. Umsókn um lóðarleigusamning.

        Erindi frá Gunnari F. Sverrissyni f.h. Landsbankans hf. Í erindinu er sótt um lóðarleigusamning fyrir Lönguhlíð 12 á Bíldudal. Erindinu fylgir lóðaruppdráttur.

        Skipulags- og umhverfisráð beinir því til bæjarstjórnar að erindið verði samþykkt.

          Málsnúmer 1812018

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Deiliskipulag íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða - Urðir, Mýrar

          Deiliskipulag íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða - Urðir, Mýra tekið fyrir að nýju eftir auglýsingu. Tillagan var auglýst frá 8. október til 19. nóvember 2018. Engar athugasemdir bárust við tillöguna. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Veðurstofu Íslands. Ekki voru leiddu umsagnir ekki til breytinga á auglýstum gögnum. Opið hús var haldið fimmtudaginn 4. október.

          Skipulags- og umhverfisráð samþykkir deiliskipulagið og beinir því til bæjarstjórnar að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnar til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

            Málsnúmer 1612015 6

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Aðalstræti 110 og 112, lóðarleigusamningar.

            Barði Sæmundsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

            Erindi frá Vesturbyggð. Í erindinu er sótt um heimild til útgáfu lóðarleigusamninga fyrir Aðalstræti 110 og 112 á Patreksfirði. Erindinu fylgja lóðarblöð sem sýna nýja afmörkun lóðanna.

            Skipulags- og umhverfisráð beinir því til bæjarstjórnar að erindið verði samþykkt.

              Málsnúmer 1812022

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Klif - snjóflóðavarnargarðar. Deiliskipulagsbreyting, skipulagsmörk.

              Tekið fyrir eftir auglýsingu breyting á deiliskipulagi Klif-snjóflóðavarnargarðar.
              Breytingartillagan var grenndarkynnt frá 8. október til 5. nóvember. Engar athugasemdir bárust við auglýsinguna.

              Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna á deiliskipulaginu og beinir því til bæjarstjórnar að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnar til afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

                Málsnúmer 1804033 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Hafnarsvæði á Patreksfirði. Deiliskipulagsbreyting, skipulagsmörk.

                Tekið fyrir eftir auglýsingu breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði. Deiliskipulagsbreyting, skipulagsmörk.

                Breytingartillagan var grenndarkynnt frá 8. október til 5. nóvember. Engar athugasemdir bárust við auglýsinguna.

                Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna á deiliskipulaginu og beinir því til bæjarstjórnar að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnar til afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

                  Málsnúmer 1804032 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Umsókn um stækkun lóðar við Arnarholt, Barðaströnd.

                  Tekið fyrir eftir auglýsingu breyting á deiliskipulagi Langholts-Krossholts, lóðarstækkun.

                  Breytingartillagan var grenndarkynnt frá 5. september til 26. september. Engar athugasemdir bárust við auglýsinguna.

                  Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna á deiliskipulaginu og beinir því til bæjarstjórnar að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnar til afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

                    Málsnúmer 1806001 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45